Úrval - 01.12.1964, Síða 119
IIEIMUR NÆTURINNAR
117
fram flugi sínu um dimmar,
stjörnulausar nætur og í þoku.
Og ekki villast þeir.
Skordýr. Nóttin er annatími
fyrir skordýrin og þá sérstak-
lega mýflugurnar. Ein tegund
mýflugnanna (og þá aðeins
kvenflugurnar) bíta í rökkri,
aðrar að degi til og enn aðrar
bíða til miðnættis eða fram
undir morgun, áður en þær
safna í sarpinn blöði því, sem
þær þarfnast til þess að geta
tímgast.
Um 9000 tegundir banda-
rískra fiðrilda og mölflugna eru
önnum kafnar að næturlagi.
Sumar tegundir eru værukærar
að degi til, en vakna svo í byrj-
un nætur til þess að leita sér að
fæðu og frjóvga þau blóm, sem
lokuð eru að deginum og bý-
flugur og fuglar komast þá
eigi að.
Háværasta skordýr nætur-
innar er vafalaust hinn svo-
nefndi „cricket“. Karldýr
margra „cricket- tegunda“ fram.
kalla tísthljóð með því að nudda
hörðum hluta annars vængsins
við hrjúfan og tenntan hluta
hins. Við 12,7 gráður á Celsius
framkallast 1 ítst á sekúndu,
en við 21,1 gráðu eykst talan
upp í 2 á sekúndu hverri.
Skordýr þessi halda kyrru fyr-
ir i sprungum og glufum að deg-
inum, en lifna svo við að næt-
urlagi. Þau leita sér ætis i
myrkrinu, og önnur dýr nætur-
innar, svo sem froskpöddur og
þefdýr, leggja þau þá í einelti.
í borgum búa skordýr þessi oft
í rifum og glufum í veggjum og
gólfum, helzt nálægt einhverjum
hita, og bíða þess að nóttin komi,
en þá hefja þau samsöng sinn.
Mesta furðuverk sumarnætur-
innar er eldflugan. Eldflugur
eru í rauninni alls ekki flugur,
heldur bjöllur, sem bera ljósa-
útbúnað á kviðnum. Nokkur
frumulög mynda nokkurs konar
„endurskinstæki“ fyrir lag lýs-
andi fruma, þar sem efnið
„luciferin“ sýrist vegna návist-
ar hvatans „luciferase“. Hvatinn
afsýrir síðan „luciferinið“, svo
að liægt er að nota það æ ofan
í æ.
Glampinn myndast, þegar
taugaviðbragð opnar heilt kerfi
loftgangna, en um þau streymir
súrefnið yfir frumur þær, er
ljósið mynda. Glampinn virðist
vera eðlunarmerki, kall til hins
kynsins. Karldýr sumra eld-
flugnategunda senda Ijósmerki
þetta á 5.8 sekúndna fresti, en
kvendýrið sendir svarmerki 2
sekúndum eftir að hún fær
merki hans.
I spænsk-ameríska stríðinu á
Kúbu árið 1898 lauk dr. Willi-
am C. Gorgas eitt sinn við að
skera upp bandariskan her-