Úrval - 01.12.1964, Page 121
HEIMUR NÆTURINNAR
119
eggin og seiðin siðan út viS
annað stórstreymi.
Maðurinn að næturlagi. Líkami
mannsins inniheldur í öllum
grundvallaratriðum sömu líf-
fræðilegu frumefnin og líkami
fiðlukrabbans, og því hljóta
frumur hans að sýna viðbrögð
við sömu áhrifum umhverfisins
á þær, svo sem hitabreytingum,
breytingum á loftþrýstingi, „ion-
iseringu“ gufuhvolfsins, breyt-
ingum á segulafli og geimgeisl-
un.
Næturloftið yfir borgum nú-
tímans hefur ekki sömu „kem-
isku“ efnasamsetninguna og
loftið að degi til. Minni reykur
frá verksmiðjum og íbúðarhús-
um dregur toluvert úr magni
brennisteinstvísýrings í loftinu,
og miklu minni bílaumferð að
næturlagi gerir það að verkum,
að þá losnar loftið við mikið
magn af kolsýringi og ómettuð-
um „hydrocarbonum“.
í sólskininu geta sameindir
brennisteinstvísýrungs, sem
sveima um í gufuhvolfinu, dreg-
ið til sín aukafrumeind súrefn-
is og breytzt þannig í brenni-
steinsþrísýrung, en það er mjög
óstöðug sameind, sem reynir að
komast í samband við vatn til
þess að mynda brennisteins-
sýru.
Breytt viðbrögð mannslikam-
ans gagnvart komu dags og næt-
ur koma aðallega fram í ósjálf-
ráða taugakerfinu. Að degi til
hefur sjálfráða taugakerfið yfir-
höndina, en hið ósjálfráða er
aftur á móti ríkjandi að nætur-
lagi og veldur þá lægri líkams-
hita, hægari hjartslætti, lækkun
á blóðþrýstingi og magni blóð-
straums.
Menn hafa lengi haldið, að
tunglið hefði áhrif á líkama
mannsins og sál og alla starf-
semi hans. Tunglstaða virðist
hafa áhrif á „ionainniliald“
gufuhvolfsins að næturlagi, og
sú breyting á rafstraumi, sem
þetta leiðir af sér, kann að hafa
áhrif á líkamsstarfsemina. Ein
hugmyndin er þannig, að fullt
tungl endurvarpi til jarðar meira
magni af hlöðnum smáögnum
frá sólinni og að rafstraumur-
inn frá þessum smáögnum magn-
ist, hvenær sem sól, tungl og
jörð mynda beina línu eða svip-
að og gerist í lofttómu hylki.
Slík verður afstaða hnatta þess-
ara við fullt tungl og nýtt tungl.
Taugasállæknirinn dr. Leon-
ard J. Ravitz álítur, að slík á-
hrif tungls kunni að vera þýð-
ingarmikill þáttur í hegðun
manna og sálarástandi yfirleitt.
Hann hefur mælt mismun á raf-
straumi í höfði og brjósti 17
manna um langan tima, eða allt
frá einum til átta mánaða, og
hann komst að því, að fólk þetta