Úrval - 01.12.1964, Síða 123
HEIMVR NÆTURINNAR
121
skrifað með nóttina i huga.
„Tunglskinssónata“ Beethovens
hét upphaflega „Sonata quasi
una fantasia".
Það varð ekki vinsælt fyrr en
á 16. öld, að málarar sæktu yrk-
isefni sín til næturinnar. Þeir
Caravaggio, Da Vinci, Rem-
brandt og E1 Greco gerðu sér
allir nóttina að viðfangsefni í
verkum sínum. Og þar getur að
líta óendanleg tilbrigði hennar.
Stunduin einkennast verk þessi
af munarblíðu myrkursins, en
stundum eru það ógnir þess,
sem rikja á léreftinu.
Hinn snjalli kjarnorkufræðingur Leo Szilard var skarpgáf-
aður og hinn mesti háðfugl. Krushchev var mjög skemmt, Þegar
þeir hittust árið 1960 og Szilard gaf honum nýtízku rakvél með
þessum orðum: „Þetta er bara smágjöf, herra Krushchev. Þetta
er mjög góð rakvél. Ég er mjög hrifinn af þessari gerð. „Svo
bætti hann við brosandi: „Og verði ekki neitt úr striði, skal ég
líka senda yður blöð í hana.“ Tristram Coffin6
1 samtali, sem blaðamaður einn í París átti nýlega við kvik-
myndaleikstjórann Billy Wilder, bað hann Wilder að nefna þá
af kvikmyndum sínum, sem væri í mestu uppáhaldi hjá honum.
Hann svaraði hiklaust: „Some like it hot“. Blaðamaðurinn mald-
aði í móinn og sagði, að „Sunset Boulevard" og „The lost Week-
end“ væru miklu betri.
„Já, það voru svo sem ágætis ,myndir,“ sagði Wilder. „En í
þá daga fékk ég engar prósentur af brúttótekjunum."
Harry Kurnitz
TALSlMATÆKI 1 HÁVÆRU UMHVE'RFI
1 mjög hávaðasömu umhverfi, eins og t. d. verksmiðjum, þar
sem erfitt er að tala í síma, hafa menn víða notast við hljóðein-
angraða símaklefa. En su lausn er bæði tiltölulega dýr og ó-
hentug, þar sem símann er aðeins hægt að nota inni I klefanum.
Nýlega hefur verið gert talsímatæki, sem leysir þennan vanda
á mun einfaldari hátt. Tækið er búið sérstökum, áttvísum hljóð-
nema (hypercardiodid microphone), sem nemur aðeins hljóð úr
einni átt, þ. e. aðeins frá þeim, sem talar.