Úrval - 01.12.1964, Side 127
f KLAUSTURSKÖLANUM
125
ÉG HAFÐI vissulega
aldrei œtlað mér að
ganga í klaustur-
skóla, enda áleit ég
eklci mikinn mun á
slíkri stofnun og venjulegum
betrunarskóla fyrir stúlkur. En
]>au mamma og pabbi höfðu
ætlað sér þetta fyrir mína hönd,
og því vissi ég ekki af, fyrr en
ég sat i lest siðdegis haustdag
einn og þaut í burt frá Chicago,
þar sem við áttum heima, í átt-
ina til St. Marks, en þar átti
ég að setjast í byrjendabekk.
Á bekknumámóti mér sáéglága,
laglega, ijóshærða stúlku reykja
sígarettu í grið og erg. Lág-
vaxin, gömul kona, sem sat við
hlið hennar var stórhneyksluð
á að sjá barn á þessum aldri
reykja og hafði orð á því við
þá litlu, Ijóshærðu. Hún leit
bara kæruleysislega á hana í
gegnum reykskýið og svaraði:
„Frú, ég er ekki barn, heldur
er ég dvergur.“
Ég var alveg heilluð af þessu
og vonaði, að sú litla, ljóshærða
væri líka að fara í St. Marks-
kvennaskólann.
Og það reyndist einmitt svo
vera. Þegar lcallað var upp nafn
járnbrautarstöðvarinnar. sprutt-
um við báðar á fætur. Ungfrú
Connelly tók á móti okkur á
brautarpallinum, en af vaxtar-
lagi hennar gerðum við ráð fyrir
þvi, að hún væri leikfimikenn-
arinn.
„Ég er ein af þeim hluta kenn-
araliðs St. Marksskólans, sem
telst ekki til sjálfrar reglunnar,“
sagði ungfrú Connelly. „Þegar
ég kalla upp nöfn ykkar, gjörið
þá svo vel að svara „hér“.
Sú litla, ljóshærða hvíslaði að
mér: „Við skulum ekki svara.“
„Samþykkt,“ sagði ég.
„Clancey.“
Ekkert svar.
„Trahey.“
Ég steinþagði.
„Eru þetta ekki nöfn ykkar?“
spurði ungfrú Connelly, hinn
trúi og tryggi varðhundur okk-
ar.
„Nei, ungfrú," svaraði sú litla,
Ijóshærða auðmjúklega.
Ég dáðist óskaplega að henni.
Þetta var taugastyrkasti afbrota-
maðurinn, sem ég hafði nokkru
sinni kynnzt.