Úrval - 01.12.1964, Side 129
/ KLAUSTURSKÓLANUM
127
Marksskólanum. Og svo stóð hún
þarna, æðsti Lamaprestur
„Lamaklaustursins“. Hún virtist
vera um 8 fet á hæð, með dökk-
leita húð, svört augu og miklar
augnabrúnir, er lágu sem þak-
skeg'g ofan á gleraugnaumgerð-
inni. Yfir henni hvíldi einhver
miðaldablær.
„Komið þið sælar,“ sagði hún.
Kveðja hennar var lmldaleg.
„Hvor ykkar er svo Pawnee?“
„Það er ég,“ stamaði ég og
reyndi eftir beztu getu að líta
út sem Indíáni.
„Og hvert er skírnarnafn þitt,
litla Indíánastúlka?“
„Svartsokkur,“ áræddi ég loks
að segja. Ég gat samt varla stun-
ið þvi upp. Mér þótti það svo
ofboðslega fyndið.
Príorinnan leit kuldalegum
rannsóknaraugum á okkur og
sagði: „Þú, Jane Trahey, og þú,
Mary Clancey, þið megið báðar
fara núna. Ég vona, að við mun-
um aldrei framar þurfa að hitt-
ast við svipaðar aðstæður.“
Við flýttum okkur báðar út
úr skrifstofu hennar og fram
á tóman ganginn, Jane Trahey
og Mary Clancey. Mér fannst
sem ég hefði þekkt Mary árum
saman, og mig grunaði, að það
yrði æsandi líf, sem lifað yrði
af okkur tveim þarna í St.
Marksskólanum.
LEYNDARDÓMAR
KLAUSTURSINS
Ég var svo heppin að fæðast
sem kaþoliklci og svo gæfusöm
að vera þar að auki irsk. Hvers
meira var svo hægt að krefjast?
Jæja, hún mamma krafðist samt
ýmislegs annars. Hún vildi að
yngsta barnið hennar væri
töfrandi, kurteist og gáfað i
stað þessa fáránlega uppreisn-
argjarna fyrirbrigðis, sem þessi
dóttir hennar hafði svo reynzt
vera. Henni hafði alveg mis-
tekizt að ná tilætluðum árangri
hin fyrstu 12 ár ævi minnar,
og þvi hafði hún i vonbrigðum
sínum og örvæntingu afhent
mig St. Markssystrunum, þar
sem hún trúði því, að nunnurnar
hlytu að geta fágað þennan dýr-
mæta kolefnismola hennar og
gert úr honum glitrandi demant.
Og systurnar áttu sannarlega
skilið ágætiseinkunn fyrir þessa
viðleitni sína allt frá byrjun,
þegar tekið er tillit til efnivið-
arins, sem þær neyddust til að