Úrval - 01.12.1964, Page 130
128
ÚRVAL
vinna úr. í skemmtilega barna-
skólanum, sem ég hafði gengið
í í 8 ár, allt til 13 ára aldurs,
og var stjórnað af geysilegu
frjálslyndi samkvæmt nýjustu
byltingarkenndu kenningunum,
hafði ég lært að rækta sætar
kartöflur og spila á „þögult“
píanó. (í þeim skóla áttum við
sem sé ekki að spila á raunveru-
legt píanó, fyrr en við höfðum
„haft hamskipti „músikalskt“
séð“). Undirbúningsmenntun
mín var að öðru leyti harla fá-
tækleg, og þegar pabbi gerði
sér grein fyrir því, að ég kunni
hvorki að leggja saman eða
stafsetja, gerðist hann alveg sam-
þykkur þeirri fyrirætlun
mömmu, að senda mig til nunn-
anna. Og starf þeirra varð hálfu
erfiðara vegna ifóstbræðralags
okkar Mary Clancey. Systurnar
gerðu allt, sem í þeirra valdi
stóð, til þess að aðskilja okkur,
en við Mary fundum alltaf ein-
hverjar leiðir til þass að ná
saman aftur —- og lenda í ein-
hverjum nýjum vandræðum.
Okkur var sagt það, svo að
ekki varð misskilið, að aðgang-
ur að þeim hluta klausturbygg-
inganna, sem var samastaður
nunnanna, væri okkur stranglega
bannaður. „Ungu dömur,“ sagði
Priorinnan við okkur, „ykkur
er það stranglega bannað að
ganga um nokkrar þær dyr
þessarar byggingar, sem merkt-
ar eru „Klaustur“. Ég geri ráð
fyrir, að þið séuð allar læsar.“
„Háð, háð, vopn djöfulsins!“
hvíslaði Mary að mér.
„Ungfrú Clancey virtist álíta,
að orðsending hennar til ungfrú
Trahey sé miklu athyglisverðari
en mín,“ sagði Príorinnan og
horfði á okkur hörkuleg á svip.
„Mér þykir þetta óskaplega
leitt, Príorinna,“ sagði Mary,
,en ég hélt, að það væri að líða
yfir ungfrú Trahey, og ég spurði
hana jiví bara að því, hvort
nokkuð væri að henni.“
„Jæja, reyndu að standa á
fótunuin nokkur augnablik enn,
ungfrú Trahey, það er að segja,
ef þú mögulega getur,“ sagði
Priorinnan og tók tafarlaust
hinni dulbúnu hólmgönguáskor-
un.
„Sá hluti byggingarinnar er
heimili systranna,“ sagði hún.
„Þið munduð ekki kæra ykkur
um, að ókunnugt fólk rásaði að
vild um heimili ykkar. Og við
viljum ekki ókunnuga á heimili
okkar. E[ ég rekst einhvern
tíma á cinhvcrja ykkar í klaustr-
inu, er mér að mæta.“
Mary gaf mér olnbogaskot,
strax og Príorinnan var komin
út úr herberginu. „Það er auð-
veldast að heimsækja klaustrið,
þegar systurnar fara út í kap-
ellu til þess að biðjast fyrir,“