Úrval - 01.12.1964, Síða 134
132
ÚRVAL
ósköp veiklulegan og segja ung-
frú Connelly, að raaður væri
ekki „vel fyrir kallaður“. Hún
geymdi timaskrána í skrifstofu
sinni. Við Mary vorum mjög
iðnar við að þurrka út slíkar
athugasemdir við nöfn okkar
og merkja þess í stað, að við
hefðum mætt. Ungfrú Connelly
þurfti að glíma við um 20 ung-
ar vatnadísir tvisvar til jirisvar
á dag, og því var það nokkuð
erfitt fyrir hana að muna, hver
hefði komið í vatn og hver ekki
þann daginn.
En gallarnir við þetta kerfi
okkar komu ekki i ljós, fyrr cn
lokaprófið kom. Við höfðum
búizt við þvi, að verða í mesta
lagi spurðar nokkurra spurn-
inga um björgunaraðferðir. En
þess i stað barst sú ógnvænlega
tilkynning frá ungfrú Connelly,
að hver okkar ætti að synda
tvisvar cftir endilangri lauginni.
Ég gat synt svolítið, og tókst
mér að ljúka prófinu með ofur-
mannlegri einbeitingu alls vilja-
þreks míns og stolts. En Mary,
sem hafði aldrei komið í neitt
annað vatn en baðvatn i bað-
keri, átti ekki slíku láni að fagna.
Þegar hún stakk sér, þá minnti
hún á loftfimleikamann, sem
misst hefur takið á svifránni í
svimandi hæð. Hún skall á
vatnsfletinum svo að undir tók
í öllu fjær sem nær. Síðan sökk
hún til botns og hreyfði sig ekki
þaðan. Ungfrú Connelly steypti
sér tafarlaust út í, og við urð-
um nú í fyrsta sinn vitni að
raunverulegri sýnikennslu í
björgun frá dauða.
SAUMAKEPPNIN
Annað árið höfðum við val-
frelsi, sem var að vísu ekki víð-
tækt. Við máttum velja á milli
heimilishalds og þjóðfélags-
fræða. Þetta var erfið ákvörðun
fyrir 14 ára ungling, en ég valdi
samt heimilishaldið alveg hik-
laust, en því fylgdi möguleiki
á að taka þátt í saumakeppni,
sem tízkublað nokkurt gekkst
fyrir. Ég var alveg sjúk í alls
konar keppni, og hugsunin um
að fá fyrstu verðlaun, sem var
ferð fyrir tvo til einhvers fjar-
lægs lands, heltók mig alveg.
Þar að auki var kennslukon-
an í heimilishaldi ekki nunna,
og í þeirri staðreynd var í sjálfu
sér fólgið nokkuð aðdráttarafl.
Ungfrú Evangeline McBride var
hávaxin, grannvaxin og grá-
liærð. Og svo var hún s-mælt.