Úrval - 01.12.1964, Síða 137
/ KLAUSTURSKÓLANUM
135
innan bar fram aðra uppástungu.
„Þessir 10 dollarar munu
nægja alveg nákvæmlega til þess
að framlag okkar til trúboðs-
starfsins verði eins hátt og ætl-
azt var til af okkur,“ sagði hún.
„En mér finnst nú samt, að þú
ættir að halda tvinnanum.“
„LISTAMENN í HLEKKJUM"
Við Mary ákváðum ekki sjálf-
ar, að við skyldum leggja stund
á málaralist, heldur var það
ákveðið fyrir okkar hönd. Príor-
innan hélt foreldrafund annan
hvern mánuð, og á einum slík-
um fundi útskýrði Priorinnan
það fyrir mömmu og frú Clanc-
ey, að hún ætlaði að gera enn
eina yfirmannlega tilraun til
þess að forða okkur frá betrun-
arskólavist. Hún mælti með því,
að við værum látnar leggja stund
á fjölda aukagreina. Og með
slíkum aukagreinum átti hún
ekki við tennis eða slíkt, nei,
hún átti við fjölda aukatíma
og mikla viðbótarvinnu.
Samkvæmt þessari áætlun
áttum við að byrja í skólanum
klukkan 8 á morgnana og Ijúka
störfum klukkan 8 á kvöldin.
Miklum hluta þessa tíma áttum
við svo að eyða undir verndar-
væng systur Angelu, sem veitti
tilsögn í teikningu og öðrum
listgreinum. Réttara væri kann-
ske að segja, að við höfum átt
að eyða honum í varðhaldi á
hennar vegum. Systir Angela lét
ekki bjóða sér neina vitleysu.
Nemendur þeir, sem sýndu ein-
hverja listræna hæfileika, gátu
komið og farið eins og þeir
vildu. Þeir máluðu spjöld fyrir
Rauða Krossinn og myndir af
Jesúbarninu, en við vorum
neyddar til þess að teikna an-
anas, appelsínur og uppstoppaða
fugla. Við vorum einu listamenn-
irnir, sem voru raunverulega „í
hlekkjum“.
Einn hópurinn bjó til engla-
höfuð með þvi að hræra út
gips, hella þvi í mót og láta það
harðna. Siðan datt mótið burt
með einu hamarshöggi á meit-
il, og um leið gat að líta engla-
höfuð. Okkur fannst þetta furðu-
legt, og gerðumst við allforvitn-
ar. Því ákváðum við að móta
haus Marvel Ann, sem var
frænka Mary og byrjandi i skól-
anum.
Marvel Ann var með kartöflu-
nef, rautt hár, freknur og mjög
ákveðnar skoðnnir. „Dettið þið
niður dauðar, svínin ykkar!“