Úrval - 01.12.1964, Qupperneq 138
136
ÚRVAL
sagði hún bara, þegar við stung-
um upp á þessu við hana.
En að lokum gátum við talið
hana á þetta. Systir Angela leit
varla af okkur sinum arnaraug-
um alla vikuna, og því varð
næsti iaugardagur fyrir valinu.
Á laugardögum fengu nemendur
að fara í bæinn, ef þeir höfðu
ekkert gert af sér. Við Mary
sáum bæinn ósköp sjaldan allan
þann tima sem við dvöldum i
St. Marksskólanum. En við sá-
um iíka systurnar mjög sjaldan
á laugardögum.
Á tilteknum tima læddumst
við inn í tóma teiknistofuna
og byrjuðum að laga gips.
„Gættu þess að sletta því ekki í
hárið á henni,“ hvislaði ég að
Mary, þegar hún byrjaði að
skella gipsinu á enni Marvel.
„Æ, þetta er svo klístrugt,"
sagði Marvel.
„Það er gips, það er allt og
sumt,“ sagði Mary og skellti
klessu fast við munn Marvel og
jafnvel inn í hann. Hún skildi
eftir öndunargöt, svo að Marvel
gæti þó drcgið andann, og nú
tók hún að bera á hökuna. Nú
varð hún að flýta sér, þvi að
Marvel var farin að gerast ó-
róleg. Að lokum var verkinu
lokið, og þarna sat Marvel, lík-
ust stóru, hvítu Frankenstein-
skrímsli, rauða hárið þakið gips-
klessum.
„Lofaðu því nú að harðna vel,
Marvel, svo að þú eyðileggir
ekki mótið. Það næst af, eða
er það ekki Mary?“
„Auðvitað,“ svaraði Mary.
Hún byrjaði að meitla gipsið
með meitlinum hennar Systur
Angelu, en brátt varð það aug-
ljóst mál, að Marvel var föst
innan í gipsinu fyrir fullt og
allt.
„Lemdu hana fast,“ sagði ég.
Upp á einhverju varð að stinga.
En það gerði það bara að verk-
um, að Marvel sparkaði til okkar
beggja.
„Almáttugur!“ stundi Mary.
„Hvað eigum við að gera?“
„Ef Priorinnan kemur að okk-
ur....“
Ég æddi út úr stofunni til þess
að kalla á systur Angelu. Hún
hlustaði á frásögn mína, og svo
leit hún á mig líkt og þjónn á
fínu veitingahúsi mundi líta á
orm i salatinu.
„Og hvað ætlastu til, að ég
geri?“
„Náið Marvel úr gipsinu,“
svaraði ég og gerðist nú hálfu
hræddari. „Ég hugsa, að lnin
eigi kannske erfitt með að anda.“
Þessi viðbótarskýring hafði
sin áhrif. Við hlupum til teikni-
stofunnar, þar sem Marvel var
tekin að gráa ofsalega. Eftir
nokkra klukkustunda strit með
handklæðum, heitu vatni og