Úrval - 01.12.1964, Side 142
140
ÚRVAL
hann átti við, þvi að mér fannst
20 ár vera ofboðslega hár ald-
ur.
Príorinnan vissi alltaf, hvað
öllum var fyrir beztu, bæði
kennurum og nemendum, og
þvi stakk hún upp á því, strax
eftir að við snerum aftur til
skólans, að við tækjum strax
til starfa.
Við Mary flýttum okkur til
eldhússins til þess að leita að
Hnappi. Og þarna var hann.
Hann lá ýlfrandi á gólfinu. Syst-
ir Purity var þar einnig. Hún
var að baka. Við sáum, að hún
grét.
„Át hann nokkuð?“ spurðum
við.
„Ekki bita,“ svaraði Systir
Purity. Og grátur hennar jókst
nú. „Og ég efast um, að hann
geri það nokkurn tíma. En þið
getið reynt að gefa honum.“
Hún rétti okkur skál með kjöti,
sem hún hafði brytjað handa
honum.
Við Mary settumst á gólfið
hjá hinum sorgmædda rakka.
Hann fékkst að visu til þess að
taka við bita, en hann virtist
alls ekki geta kyngt.
„Látið hann nú eiga sig, elsk-
urnar minar,“ sagði systir Pur-
ity loksins. „Hann jafnar sig.“
En hann gerði það ekki. Hann
lá hvern tímann af öðrum með
hausinn á mílli framlappanna
og beið þolinmóður eftir þvi,
sem aldrei gat orðið framar.
Jafnvel Príorinnan reyndi að
fá hann til þess að borða og
hvatti okkur til þess að reyna.
Að lokum var ekið með hann
til bæjarins einn daginn. Það
var farið með hann til dýra-
læknisins til þess að „fá inn-
töku“. Og það var það síðasta,
sem við sáum af Hnappi.
Þetta hafði verið erfiður vet-
ur.
FÆÐING ÁRÓRU
Á hverju skólamisseri fór
Príorinnan í þriggja daga ferð
til Chicago til þess að sækja
þar uppeldismálaþing. Og hún
kom alltaf þaðan aftur með nýj-
ar hugmyndir, sem miðuðu að
þvi að auðga skólalif okkar.
Eitt misserið hugsaði Príorinnan
aðallega um vísindi, og það var
ætlazt til þess af okkur að við
gengjum í fótspor Louis Pasteur
og Madame Curie. En á næsta
þingi var ef til vill fjallað um