Úrval - 01.12.1964, Blaðsíða 144
342
að engjast. Ég féll ])ví næstum
tafarlaust í gólfið.
„Nei, nei,“ sagði hún við mig.
í umvöndunarrómi, „fyrst verð-
urðu að svífa niður úr Móður-
trénu þínu.“
Við tilbáðum blátt áfram frú
Pbipps og hlökkuðum alltaf ó-
skaplega til kennslutímanna
hjá henni, sem einkenndust af
algeru brjálæði. Það varð ekk-
ert því líkt á vegi okkar innan
dyra klausturskólans. Við svif-
um, titruðum og bærðumst, dutt-
um og engdumst. Við æfðum
okkur í að vera lítil blóm, sem
gægjast upp úr jörðinni á vor-
in, við bærðumst, titruðum,
engdumst sundur og saman af
hlátri. Þetta var alger Paradis.
Var það í raun og veru mögu-
legt, að Priorinnan gerði sér
grein fyrir því, hve ofboðslega
gaman var að „tjáningardansi“?
Ég hafði ímyndað mér, að
búningarnir fyrir danssvning-
una yrðu glitrandi slæður, en
þeir reyndust vera einhvers
konar rómverskar skikkjur,
khakilitar, og undir þeim voru
einhvers konar khakilitar sokka-
buxur. Við mátuðum búningana.
Frú Phipps leit sem snöggvast
á okkur og rak upp angistar-
vein: „Þið eruð allar of feitar
.... allt of. . . . allt of feitar!“
Við litum niður eftir rytjulegum
ÚRVAL
barminum og útstandandi mög'-
um.
Hún talaði við Príorinnuna
um mataræði okkar. f stað
nautakjötskássu, bakaðra bauna,
kartöflujafnings og feitrar sósu
komu alls konar salöt og ávaxta-
hlaup, en við héldum samt á-
fram að fá túnfisk á föstudög-
um. Og þegar við fórum að lior-
ast, varð frú Phipps alveg frá
sér numin af gleði.
Samkvæmt lokaáætluninni átti
danssýningin mikla að verða
i þrem þáttum. Fyrsti hlutinn
var „Dögun og sólarlag“. Ann-
ar: „Fæðing Áróru“ og þriðji:
„Rrúðkaup Appollons“. Dans-
sýninguna átti að halda á gras-
flötinni, ef veður leyfði.
Auðvitað rigndi, og við urðum
að flytja okkur inn i leikfimis-
húsið. Foreldrarnir sátu uppi,
og ég er viss um, að þeir hefðu
aldrei getað upp á því, að fyrsti
hlutinn héti „Dögun og sólar-
lag,“ hefðu þeir ekki fengið leik-
skrá. Við böðuðum út öllum
öngum og reikuðum fram og
aftur steinþegjandi, rákumst
öðru hverju hver á aðra, Og
þegar við beygðum okkur síðast
alveg niður í gólf, kvað við
aumingjalegt lófaklapp.
Okkur fannst annar hlutinn,
„Fæðing Áróru“, ósköp sakleys-
islegur, en það gilti ekki sama
máli um foreldra okkar. Við