Úrval - 01.12.1964, Side 145
í KLAUSTUfíSKÓLANUM
143
heyrðum að sumir pabbarnir
flissuðu, svo að ekki var um
villzt, þegar fæðingarhríðirnar
byrjuðu. Síðan hneyksluðust á-
horfendur svo, þegar Áróra
fæddist loksins, að allir þögn-
uðu. Og í lokin klappaði enginn.
Brúðkaup Appollons hlýtur að
hafa lamað Príorinnuna alger-
lega, því að ég man, að það var
anzi mergjað. Pabbi sagði, að
það væri það eina í St. Marks-
skólanum, sem hann hefði alls
ekki viljað missa af fyrir nokk-
urn pening.
Það sást siðast til frú Phipps
að hún var á leið til skrifstofu
Príorinnunnar í fylgd með
henni. Og næsta dag tókum við
aftur til að éta eins og hestar,
og við fengum aldrei annan
danskennara allan þann tima,
sem ég var í St. Marksskólanum.
HITASÓTT í BLÓÐINU
Þegar ég var orðin 12 ára
gömul, sagði mamma mér loks-
ins, að það væru ekki til neinir
jólasveinar. Og þegar ég varð
14 ára gömul, sagði Mary mér,
að storkurinn kæmi ekki með
okkur, þegar við fæddumst. Og
þegar ég var orðin 16 ára göm-
ul, fræddi Príorinnan okkur um
kynferðismál. Og það var nú
ekki námsgrein, sem hún var
hrifin af.
Príorinnan talaði um helgi
hjónabandsins einu sinni í viku.
Og á sama tíma var verið að
kenna ungu piltunum í St.
Gilesskólanum þarna i nágrenn-
inu um hina hlið þessa máls,
ábyrgðina, sem fylgdi þvi að
vera kaþólskur faðir. Árangur-
inn var ósköp svipaður í báðum
tjaldbúðunum. Og þegar liðin
mætlust að lokum til orrustu í
gagnkvæmum teboðum (sem að-
eins voru fyrir elztu nemend-
urna), stóðum við þarna, bæði
liðin, og störðum hvort á annað
sem lömuð.
Fyrsti dansleikurinn var hald-
inn í leikfimishúsinu okkar.
Yagninn kom með strákana frá
St. Giles klukkan 3 stundvíslega.
Strákarnir voru i fylgd með
kaþólsku prestunum. Það var
einn prestur fyrir hverja þrjá
stráka. Það var svipað hlut-
fall hjá okkur í St. Marks, svo að
það er hægt að ímynda sér,
hversu léttur blær og kumpán-
legur hefur hvilt yfir þessu sam-
kvæmi.