Úrval - 01.12.1964, Síða 146
144
ÚRVAI.
Systurnar og prestranir von-
uðu auðvitað innst inni, að viS
myndum aldrei yfirgefa hreiSr-
in, en vegna raunsæi síns
og vizku gerSu þau sér grein fyr-
ir því, að fyrst við yrðum ein-
hvern tíma að hitta einhverja
af hinu kyninu, væri alveg eins
gott að þau réðu því, hverja
við hittum.
Ég kynntist honum Stephen
O’Riley. Hann var með úfinn
hárlubba, blá pralckaraaugu og
ofboðslega klaufalegur i hreyf-
ingum. Ég hefði aldrei dirfzt
að yrða á hann, hefði ég ekki
setið við hlið systur hans, henn-
ar Oonu O’Riley, sem var búin
að vera í skólanum í 3 ár.
„Ég liugsa, að þér líki vel við
hann Stephen,“ sagði Oona, þeg-
ar hún bauðst til þess að kynna
hann fyrir mér. „Hann er mjög
fyndinn, og hann segist kunna
að dansa.“
Strax eftir að Stephen hafði
opnað munninn, fannst mér
hann alveg töfrandi. Hann sagði:
„Þetta er nú meira fratið!“ Svo
bætti hann við: „Viltu skauta?“
„Skauta?“ spurði ég stein-
hissa.
„Dansa, fábjáninn þinn,
dansa!“
Það var samþykkt, að ég
skyldi dansa við Stephen, og
þegar við stigum út á gólfið,
fór ég að komast á þá skoðun,
að hún frú Mabel Dowling
Phipps hefði ekki verið sem
slöppust við að kenna mér dans-
listina. En svo þegar við vorum
einmitt að „stíma“ fram hjá
Príorinnunni, þá tók Stephen
einmitt eina af sínum stórkost-
legustu dýfum. Ég tók eftir þvi,
að Príorinnan virtist fá æðis-
gengið hóstakast. Hún tók í
rauninni ekki vasaklútinn frá
munninum það sem eftir var af
dansleiknum.
„Þetta spor hef ég aldrei
lært,“ sagði ég í varnaðarskyni.
„Nú, reyndu þá að læra það
núna!“ æpti hann. Ég hataði
hann sem snöggvast, en við nán-
ari umhugsun kunni ég alls ekki
sem verst við, að einhver öskr-
aði hærra en ég. Og ég tók mikla
dýfu.
Illjómsveitin á þessum böllum
var alltaf sú sama. í henni voru
4 ungir piltar, sem unnu fyrir
sér í kaþólskum menntaskóla í
nágrenninu með því að leika
þá hryllilegustu tónlist, sem ég
hef nokkru sinni heyrt. í hléinu
fengum við púns, sem virtist
vera sambland af appelsínusafa
og einhverjum gigtaráburði, og
með þessu fengum við litlar
kökur, búnar til úr „corn flakes“
og sápu.
Svo héldu liðin á sína staði,
strákarnir út að strákaveggn-
um og stelpurnar út að stelpu-