Úrval - 01.12.1964, Page 148
146
ÚRVAL
dansleikurinn skyldi hefjast,
hafði strákunum þegar verið
safnað saman innst í danssaln-
um. Þeir voru mjög fínir, í
hvítum jökkum, og flestir voru
með rauða nelliku í hnappagat-
inu. Ég kom auga á Leroy, sem
kom auga á Mary og bauð henni
út á gólfið. Þau svifu burt. En
Stephen sást hvergi. Ég gekk
yfir til „siðgæðiseftirlitsins"
nokkurra foreldra pilta og
stúlkna, en það vesalings fólk
sat þarna eins og dæmdar ver-
ur. Og svo beið ég, meðan lýður-
inn dansaði fyrstu dansana.
Og svo kom ég skyndilega
auga á hann, þar sem hann stóð
úti í dimmasta skoti salarins.
Hárið hans stóð út í allar áttir
að venju. Hann var í hvium
jakka og með rauða nelliku
eins og hinir. En andlitið á hon-
um....
„Guð almáttugur, Stephen,
i hverju ertu í framan?“
Og þarna stóð draumurinn
minn, hinn stórkostlegi drauma-
prins, með stóreflis múlgrimu
yfir nefi og munni. Hún var
fest á hausinn á honum eins
og gasgrima. Hann lyfti upp
járnhurðinni fyrir munni sér,
svo að hann gæti svarað mér,
en hnerraði bara þess í stað.
Augu hans voru eins og þau
væru soðin. Þau störðu dauða-
lega á mig, og hann gerði aftur
tilraun til þess að tala. „Ég er
með.... me.... með.... h....
... .he.... hey.... sótt... .sko
.... asth.... asthma.... hey-
sótt.... sko, ró.... rós....
rósa.... rósasótt,“ sagði hann
og var ofboðslega nefmæltur,
„og.... ég v.... ve.... verð
alltaf.... aðve.... vera með
þett.... þþþess.... þessa grimu
í se.... se.... sept.... sept-
em.... september og.... mm-
mmm.... m.... ma.... mai.“
„Ó, Stephen," sagði ég alveg
í öngum mínum. „Og ég, sem
ætlaði einmitt að kyssa þig í
kvöld!“
Hann var svo aumingjalegur á
svipinn og benti bara út á dans-
gólfið. Við dönsuðum og tókum
dýfur. St. Marksstúlkurnar báru
allar lítinn blómvönd á kjólum
sínum, og allir þessir blómvend-
ir gerðu það að verkum, að tár-
in runnu úr augum Stephens í
stríðum straumi. Að lokum stakk
ég upp á því, að við yfirgæfum
dansgólfið.
Príorinnan mætti okkur við
dyrnar, þegar Stephen lagði af
stað til skólans síns í leigubil.
Ég sat svo fýld á hótelþrepun-
um og horfði á eftir ástinni
minni aka burt, ástinni minni,
sem var jafnvel of lasburða til
þess að geta veifað til mín. En
Priorinnan var himinlifandi.
Uppkomni andarunginn hennar,