Úrval - 01.12.1964, Side 150
148
ÚRVAI
safnaSar. Mér varð vísaS til sæt-
is, og síSan fékk ég bók meS
prófspurningunum. Og brátt sá
ég, aS þar á meSal var uppá-
haldsreikningsdæmiS mitt: „Ef
þaS tekur 3 menn 20 daga aS
leggja þriggja mílna veg, hve
marga daga mynd þaS þá taka
10 menn að leggja 20 milna
veg?“
MeSal prófspurninganna voru
25 afbrigði þessa viðfangsefnis,
og veðmálakennsla Systur Ligu-
ori hafði gert mig færa um að
svara þeim öllum. Ég lauk prófi
inu heilum klukkutíma fyrr en
nauðsynlegt var, afhenti próf-
bókina og eyddi svo þvi sem
eftir var dagsins í kvikmynda-
húsum.
Príorinnan vildi fá að frétta
af systur minni, þegar ég sneri
aftur til klaustursins. Ég sagði,
að liún væri nú lögð af stað
aftur til trúboðsstöðvarinnar í
Kína, sem hún ynni viS. Ég hafði
ekki lengur þörf fyrir systur
Lucy, þá góðu konu.
Svo fengu þau pabbi og
mamma tilkynningu þess efnis,
að ég væri „ein af 10 þátttakend-
um, sem hlotið hefðu námsstyrk
að verðlaunum við menntaskóla
eftir eigin vali.“ Þau, voru svo
furðu lostin, að þau skrifuðu
forstöðumönnum keppninnar og
spurðu, hvort hér væri ekki um
einhver mistök að ræSa.
Priorinnan kallaði mig inn i
skrifstofu sína og spurSi: „Viltu
segja mér, hvernig þér tókst að
vinna þennan námsstyrk?“
„Ég tók próf.“
Hún vildi fá að vita, hvar og
hvenær, og svo þegar hún var
búin að veiða alla þessa skugga-
legu sögu upp úr mér, leit hún
á mig sinu sérstaka hvassa
augnaráði, líkt og hún væri að
vega mig og meta. „Ég vildi, að
ég g'æti sagt, að ég væri stolt
af þér, en það er ég ekki.“
Priorinnan varð að bæta nafni
mínu við þá nemendur skólans,
er einhvern heiður höfðu hlotið,
en henni hefur sjálfsagt fund-
izt sem slíkt væri litið betra
en að eiga barn í lausaleik. Þeg-
ar ég fór aS verða fræg á land-
vísu og ljósmyndarar tóku að
flykkjast að til þess að taka af
mér mynd við hlið Príorinn-
unnar, þá leitaði hún á náðir
eldgamalla klausturreglna og
sagðist ekki mega vera með á
myndunum. Sannleikurinn var
hins vegar sá, að hún vildi það
ekki. Hugsunin um að líta á-
nægjulega út á mynd með mér
einni var meira en hún gat af-
borið.
UNDIWNAfíEFNI VIÐ
SKÓLASLIT
SíSasti hluti skólamisserisins
þaut hjá með ofsahraða. Mestur