Úrval - 01.12.1964, Síða 158
156
ÚRVAL
verk, sem hann vildi sýna, og
kannske hefði myndin aldrei
komizt á sýninguna, ef góðvilj-
aður velgerðarmaður lians hefði
ekki lagt fram rammann. Mynd-
in, sem ber nafnið „Dante og
Virgil“, sýnir skáldin tvö í hel-
víti, umkringd iðandi líkömum
hinna útskúfuðu. Nú hangir það
í Louvresafninu.
Delacroix flýtti sér á opnun
sýningarinnar til þess að heyra,
hvað fólk segði um þessa fyrstu
mynd hans, sem sýnd hafði ver-
ið opinberlega. En liann heyrði
bara fyrirlitningarorð og hlátur
i stað hrósyrðanna, sem hann
hafði búizt við. „Klessumálari,
ekkert form,“ sagði einn gagn-
rýnandinn. „Skrumari, svikari!“
hrópaði annar. Næsta dag keypti
hann dagblöðin. Aðeins eitt
þeirra hafði að geyma vinsam-
leg orð um hann. Adolpe Thiers,
sem síðar varð verzlunarmála-
ráðherra, sagði, að þetta væri
fagurt málverk, og viðs vegar
í myndinni „birtist sönn snilli-
gáfa“. Þetta bjargaði alveg mál-
inu, hvað unga manninn snerti.
Hann hafði þegar gleymt hinni
óvinsamlegu gagnrýni.
Og þannig hófst listamanna-
ferill, sem varð glæstur. Afköst
unga málarans voru alveg ótrú-
leg. „Starfið er eina ástríða min,
en hvílík ástríða!“ skrifaði hann
eitt sinn. Hann vaknaði í dögun,
fékk sér brauðsneið og málaði
síðan hvíldarlaust þar til seint
síðdégis. Þegar liann hafði þurr-
ausið sig að tilfinningum og hug-
hrifum, greip hann loks ljóða-
bók og las ljóð til þess að endur-
næra sig.
Á þeim tímum, er ljósmynda-
vélin hafði ekki enn verið fund-
in upp, voru listmálarar mjög
eftirsóttir til þess að mála mynd-
ir af sögulegum atburðum. De-
lacroix málaði fjölmörg slik
söguleg málverk, og í myndum
þessum birtist hin ástriðufulla
kennd hans gagnvart birtu og
litum, sem átti eftir að gera
hann ódauðlegan. „Málverk ætti
fyrst og fremst að vera auganu
sem veizluborð,“ sagði hann. Og
hann var afbragðs matreiðslu-
maður.
Þessi sérgrein hans færði hon-
um auðæfi. Stjórnarvöldin höfðu
alltaf þörf fyrir hann til þess
að skreyta opinberar byggingar.
Delacroix hafði verið fátækur,
en gerðist nú efnaður. Hann
varð einn af fyrstu listmálur-
um nútímans, sem lánaðist að,
lifa góðu lífi af pensli sínum.
Snilligáfa hefur verið skil-
greind sem óendanlega áleitin
viðleitni til þess að vanda sig
og gera sitt bezta. Delacroix
vann mánuðum saman að mál-
verki sínu, „Drápin á Chios“.
Síðan dröslaði hann þessu 143