Úrval - 01.03.1965, Blaðsíða 40

Úrval - 01.03.1965, Blaðsíða 40
38 kaldir og ljótir, en viðurinn er hlý- legur og fallegur.“ Skapandi hugsun lýsir sér í við- leitni til þess að leysa vandamál, líkt og hugsun sú, sem þörf er á að beita til þess að leysa gáfnaprófs- þrautirnar. En vandamál þau, sem krefjast skapandi hugsunar, eru þess eðlis, að við þeim eru fleiri svör rétt en aðeins eitt, og í þeim flokki eru öll þau helztu vanda- mál, sem við þurfum að mæta í uppvexti bernsku og æsku, lífsstörf- um og lífsbaráttunni yfirleitt og viðleitni okkar til þess að reyna að koma auga á fegurð og þýðingu lifsins og þá staðreynd, að lífið sé þrátt fyrir allt ekki einhver ó- skapnaður. Það eru engin fyrir fram ákveðin rétt svör við þrautunum í sköpunar- gáfnaprófum þeim, sem dr. Torra- nce og félagar hans liafa búið til, og eru þau að þvi leyti ólík venju- legum gáfnaprófum. Ein þrautin nefnist „Endurbætur á vörum“. Þá er barninu t. d. fengið leikfang. Við getum nefnt úttroðinn plast- hund sem dæmi. Og barnið er beð- ið um að reyna að láta sér detta í hug, hvernig mætti breyta leikfang- inu, svo „að það yrði meira gaman að leika sér að því“. Það á að nefna öll hugsanleg ráð til slíkra endur- bóta. Barn, sem ekki er gætt miklum sköpunargáfum, bar fram þrjár upp- ástungur: stytta nefið, lengja skott- ið og breyta litnum. Barn, sem gætt er miklum sköpunargáfum ,bar fram um heila tylft uppástungna, þar á meðal „að sauma flær á bak- ið á honum,“ og setja segulstál í nefið á honum, svo að hann geti ÚRVAL eít kanínu, sem hefur segulstál í skottinu á sér. Önnur þrautin er fólgin í því, að barninu er fenginn blýantur og pappírsblað. Á blaðinu eru 36 hringir, og er barnið beðið að at- huga, hve marga hluti það geti búið til úr hringjunum. Þegar telpu einni í 2. bekk (6—7 ára) var sagt, að hún ætti aðeins eftir 10 sekúndur til þes að leysa þrautina, átti hún eftir tvær raðir af hringjum, sem hún hafði enn ekki notað. Hún teiknaði þá samstundis telpu, sem var að blása sápukúlum, og ónotuðu hringirnir voru auðvitað allir sápu- kúlurnar. Slík snögg viðbrögð eru einkennandi fyrir börn með rika sköpunargáfu. Við þessum sköpunargáfnaþraut- um hefur enginn „rétt“ svör, og „því verður ekki um neina sköpun- argáfnavísitölu að ræða,“ segir dr. Torrance. „Það verður alltaf erfitt að meta sköpunargáfur barns.“ En það er hægt að greina sköpunar- gáfur með því að fylgjast með barn- inu við starf og leik. Eftirfarandi eru helztu skapgerðarþættir, sem leita ætti að við slíka athugun: Forvitni: Spurningar barnsins eru ekki út í bláinn, og það gefst ekki upp við að spyrja, en heldur því áfram. Það reynir að skyggnast undir yfirborðið. Sem smábarn þuklar það á hlutunum, hristir þá, snýr þeim á alla vegu, hvolfir þeim. Seinna tekur það hlutina i sundur til þess að gá að þvi, hvernig þeir „vinna“ sitt verk. Það gerir til- raunir með orð og hugmyndir og er alltaf að reyna að finna nýja merkingu í þeim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.