Úrval - 01.03.1965, Side 41

Úrval - 01.03.1965, Side 41
HARN ÞITT BÝR KANNSKE YFIR DULDUM .. . 39 Sveigjanleiki: Dugi ekki ein að- ferð, dettur slíku barni fljótlega önnur aðferð í hug. Stálpaðir strák- ar voru árangurslaust að reyna að kasta kaðli yfir háa grein og ætluðu þannig að búa sér til rólu. Þá sagði 8 ára patti við þá: „Hvers vegna sendum við ekki flugdreka yfir greinina og drögum svo kaðalinn upp með bandinu, sem fest er i flugdrekann?“ Næmleiki gagnvart vandamálum og eðli þeirra. Barn með rika sköp- unargáfu skynjar fljótlega þagnir í samræðum, undantekningar frá reglum og mótsetningar. Faðir nokkur sagðist hafa verið að lesa ævintýrið „Mamma Gæs“ fyrir 4 ára gamlan son sinn, sem var for- vitinn og gjarn á að spyrja. Þegar faðir hans las þessa setningu: „Reyndu eitthvað einfalt eins og Tom.“ „Tom, sonur píanóleikarans“, greip sá litli strax fram i: „Var Tom á mínum aldri? Ef hann var það, hvernig gat hann þá borðað grís? Ef grisinn var svona lítill, hvernig gat hann þá drepið gæsina? Hvað þýðir „calabosse" (fangelsi). Meinarðu að litlir strákar séu sett- ir í fangelsi?“ Endurskoðun skilgreininga. Slikt barn getur komið auga á dulda merkingu í yfirlýsingum og skil- greiningum, er önnur börn taka sem góða og gilda vöru. Það getur séð tengsli milli hluta, sem önnur börn sjá engin slík tengsli á milli. Barn nokkurt með mjög ríka sköpunar- gáfu kom eitt sinn með þessa skil- greiningu: „Eilífðin er klukka, sem hefur enga vísa.“ Sjálfstæði, sjálfskennd, Slíkt barn hefur ríka sjálfskennd og vill vinna sjálfstætt tímunum saman að sínum eigin uppátækjum og áætlunuin. Því leiðist, ef það þarf aðeins að fara eftir einhverjum fyrirmælum og leiðbeiningum. Frumleiki. Slikt barn býr yfir furðulegum og óvenjulegum hug- myndum. Teikningar þess og sögur búa yfir alveg sérstökum einkenn- um, sem eru einkennandi fyrir það. Innsýn. Slíkt barn á auðveldan aðgang að þeim þáttum sálarinnar og hugans, sem fólk með takmark- aða sköpunargáfu notar aðeins í draumum sínum. Fimm ára gömul telpa sagði eitt sinn við dr. Torr- ance í afmælisveizlu, þegar hún stakk hendinni niður í „happdrætt- ispoka“, sem hún átti að velja sér mun úr: „Sko, einmitt svona fæ ég hugmyndir. Ég sting liendinni inn og gramsa í heilanum á mér, þangað til mér finnst, að nú eigi ég að draga eitthvað út þaðan.“ Dr. Torrance finnst þjóðfélagið ineðhöndla slík börn á heldur grimmilegan hátt. Hann bað kenn- ara og nemendur í mörgum 2., 3. og 4. bekkjum (5—9 ára) að nefna þau börn, sem töluðu mest, þau, sem fengju flestar beztu hugmynd- irnar, þau, sem fengju flestar hug- myndirnar um prakkarastrik, og þau, sem bæru fram heimskulegustu hugmyndirnar. Kennarar og nem- endur greiddu atkvæði á mjög svip- aðan hátt. Atkvæði fyrir „bcztu hugmyndirnar" fengu yfirleitt börn, sem voru aðeins í meðallagi eða enn neðar, hvað sköpunargáfu snerti. Drengurinn, sem álitinn var bera
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.