Úrval - 01.03.1965, Síða 41
HARN ÞITT BÝR KANNSKE YFIR DULDUM .. .
39
Sveigjanleiki: Dugi ekki ein að-
ferð, dettur slíku barni fljótlega
önnur aðferð í hug. Stálpaðir strák-
ar voru árangurslaust að reyna að
kasta kaðli yfir háa grein og ætluðu
þannig að búa sér til rólu. Þá sagði
8 ára patti við þá: „Hvers vegna
sendum við ekki flugdreka yfir
greinina og drögum svo kaðalinn
upp með bandinu, sem fest er i
flugdrekann?“
Næmleiki gagnvart vandamálum
og eðli þeirra. Barn með rika sköp-
unargáfu skynjar fljótlega þagnir í
samræðum, undantekningar frá
reglum og mótsetningar. Faðir
nokkur sagðist hafa verið að lesa
ævintýrið „Mamma Gæs“ fyrir 4
ára gamlan son sinn, sem var for-
vitinn og gjarn á að spyrja. Þegar
faðir hans las þessa setningu:
„Reyndu eitthvað einfalt eins og
Tom.“
„Tom, sonur píanóleikarans“,
greip sá litli strax fram i: „Var
Tom á mínum aldri? Ef hann var
það, hvernig gat hann þá borðað
grís? Ef grisinn var svona lítill,
hvernig gat hann þá drepið gæsina?
Hvað þýðir „calabosse" (fangelsi).
Meinarðu að litlir strákar séu sett-
ir í fangelsi?“
Endurskoðun skilgreininga. Slikt
barn getur komið auga á dulda
merkingu í yfirlýsingum og skil-
greiningum, er önnur börn taka sem
góða og gilda vöru. Það getur séð
tengsli milli hluta, sem önnur börn
sjá engin slík tengsli á milli. Barn
nokkurt með mjög ríka sköpunar-
gáfu kom eitt sinn með þessa skil-
greiningu: „Eilífðin er klukka, sem
hefur enga vísa.“
Sjálfstæði, sjálfskennd, Slíkt barn
hefur ríka sjálfskennd og vill vinna
sjálfstætt tímunum saman að sínum
eigin uppátækjum og áætlunuin.
Því leiðist, ef það þarf aðeins að
fara eftir einhverjum fyrirmælum
og leiðbeiningum.
Frumleiki. Slikt barn býr yfir
furðulegum og óvenjulegum hug-
myndum. Teikningar þess og sögur
búa yfir alveg sérstökum einkenn-
um, sem eru einkennandi fyrir það.
Innsýn. Slíkt barn á auðveldan
aðgang að þeim þáttum sálarinnar
og hugans, sem fólk með takmark-
aða sköpunargáfu notar aðeins í
draumum sínum. Fimm ára gömul
telpa sagði eitt sinn við dr. Torr-
ance í afmælisveizlu, þegar hún
stakk hendinni niður í „happdrætt-
ispoka“, sem hún átti að velja sér
mun úr: „Sko, einmitt svona fæ ég
hugmyndir. Ég sting liendinni inn
og gramsa í heilanum á mér, þangað
til mér finnst, að nú eigi ég að
draga eitthvað út þaðan.“
Dr. Torrance finnst þjóðfélagið
ineðhöndla slík börn á heldur
grimmilegan hátt. Hann bað kenn-
ara og nemendur í mörgum 2., 3.
og 4. bekkjum (5—9 ára) að nefna
þau börn, sem töluðu mest, þau,
sem fengju flestar beztu hugmynd-
irnar, þau, sem fengju flestar hug-
myndirnar um prakkarastrik, og
þau, sem bæru fram heimskulegustu
hugmyndirnar. Kennarar og nem-
endur greiddu atkvæði á mjög svip-
aðan hátt. Atkvæði fyrir „bcztu
hugmyndirnar" fengu yfirleitt börn,
sem voru aðeins í meðallagi eða enn
neðar, hvað sköpunargáfu snerti.
Drengurinn, sem álitinn var bera