Úrval - 01.03.1965, Page 42

Úrval - 01.03.1965, Page 42
40 ÚRVAL fram „heimskulegustu“ hugmynd- irnar og flestar hugmyndir, sem miðuðu að prakkarastrikum, reynd- ist hafa auðugasta sköpunargáfu allra bárnanna í bekknum við slíkt próf, sem haldið var eftir á. Við aðra tilraun var börnunum skipt í flokka, og voru 5 börn í hverjum flokki. í hverjum flokki var aðeins 1 drengur eða stúlka, sem bjó yl'ir mjög ríkri sköpunargáfu. Liðin fengu vissan tíma til þess að rannsaka og gera tilraunir með vísindaleg leikföng til þess að finna, hvað liægt væri að gera með þeim. Það fór svo í öllum flokkum, að þótt þetta eina barn hvers flokks hæri venjulega fram flestar beztu hugmyndirnar, uppskar það sjaldn- ast launin fyrir slikt, heldur gerðu félagarnir í flokknum oft gys að þeim og veittu þeim siðan viðtöku sem sínum eigin. I þeim tilfellum er þctta barn var telpa, reyndist hún oft skýra einhverjum dreng frá hugmynd sinni, og var hann síðan viðurkenndur sem upphafsmaður hugmyndarinnar. Dr. Torrance álítur einnig, að foreldrar leyfi börnúm með rika sköpunargáfu ekki að njóta sín. Jafnvel þeir forehlrar, sem halda því fram, að þeir vilji, að börn þeirra læri og hugsi á þann hátt, sém bcr vott um sköpunargáfu eða þroska hana, verða órólegir, gramir eða vandræðalegir, þegar börn þeirra haga sér einmitt á þann hátt, sem þeir segjast óska eftir. „Hvers vegna getur hann ekki vcrið eins og önnur börn?“ stynja þeir. Og fyrir áhrif og þvingun frá hendi foreldranna finna slík börn oft til sektarkenndar vegna liæfileika sinna og reyna að verða venjulegri á allan hátt. Þau leyna þá annað hvort hæfileikum þeim, sem gera þau ólík öðrum börnum, eða kæfa þá alveg niður, slita þá upp með rótum. Hvernig geta foreldrar látið vera að beita áhrifum eða þvingunum, sem valda því, að börn þeirra kæfa sköpunarneistann i sjálfum sér? Hvernig geta þeir a. m. k. dregið úr slíkri viðleitni sinni? Dr. Torre- ance ber fram eftirfarandi uppá- stungur: Dragið ekki úr því, að barnið heiti ímyndunaraflinu. Ein af hæfi- leikum þeirra, sem búa yfir ríkri sköpunargáfu, hvort sem sá liinn 'sami er ungur eða gamall, er sá hæfileiki að geta flögrað á milli staðreynda og rökvisi annars vegar og hinna viðlendu svæða hugans, sem breiða úr sér rétt undir yfirborði hinnar venjulegu vitundar. Sá hinn sami býr yfir ineiri sveigjanleika, meiri tilfinn- ingadýpt og skarpari innsýn, vegna þess að hann er opnari og næmari fyrir óljósum tilfinningum og kenndum, hálfmeðvituðum vísbend- ingum, sem aðrir álíta hlægilegar og fjarstæðukenndar. Haldið ekki aftur af harni yðar. Reynið ekki af slíku alefli að forða börnum yðar frá þeirri sáru reynslú, er möguleg mistök geta haft í för með sér, að þér neitið þeim jafnframt um tækifæri til þess að læra af þessum mistökum. Eigi börnum að takast að læra á sjálf- stæðan, skapandi hátt, verða þau að færast meira í fang en þau ráða
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.