Úrval - 01.05.1965, Blaðsíða 49
IIIÐ niiEYTILEGA VIÐIIORF FÆÐUNNAR
47
efni (proteins), en slíkt er vísinda-
legt rannsóknadútl frá sjónarmiði
fæðuöflunar. Hins vegar eru til aS-
ferðir til liffræðilegrar efnasam-
setningar (biological synthesis),
sem mjög víðtækar rannsóknir hafa
verið gerðar á, og sem nú er verið
að gera tilraunir á, með fæðuöfl-
un í huga. Á siðustu árum hafa
vísindamenn þjálfað smáverur
(micro-organisms), svo sem gerla
og sveppi, til að starfa að uppbygg-
ingu alls kyns el'na. Til þess nota
gerlafráeðingarrtir (microbiologist)
aðferð, sem er alþekkt undir nafn-
inu samfelld gerjun (continuous
fermentation). Þessi aðferð er fólg-
in i því, að láta smáveruna timgast
og vaxa stöðugt, og efnin, sem fram-
leiðast eru, ef svo má segja, sogin
upp og aðskilin sem sjálfstæð efni.
Menn hafa lengi vitað að eggja-
hvituefnið í geri er mjög vel fallið
til næringar í'yrir likamann, og
skömmu eftir heimsstyrjöldina
gerði Nýlenduinálaráðuneytið víð-
tækar tilraunir til að koma á fót
stofnunum til framleiðslu á geri
(yeast). Ein liinna stærstu var á
Trinidad (i Vestur-Indium), þar
sem geysimikið magn af úrgangs-
efni frá sykurframleiðslunni er
fyrir hendi til gerframleiðslunnar.
Stofnunin var látin taka til starfa
og hún framleiddi mikið magn af
geri. En það kom hins vegar í
ljós, að vegna bragðsins var það
óaðgengilegt, sem eggjahvítuuppbót
í fæðunni, og því miður kom þessi
framkvæmd ekki að neinu gagni.
Það var mjög illa farið, þar sem
þessi framkvæmd hafði kostað ó-
hemju fyrirhöfn, og hefði, frá fjár-
hagslegu sjónarmiði eingöngu, get-
að orðið mjög hagkvæm. Þetta
minnir oss aftur á eitt mjög mikil-
vægt atriði, sem aldrei má gleym-
ast í sambandi við fæðuval, sem sé
bragðgæðin.
Eins og málum er komið í dag,
hefur sívaxandi þekking vor í
næringarfræðinni sýnt oss hvernig
mennirnir geta lifað við góða
heilsu og vellíðan á tímum fátæktar
jafnt og á tímum allsnægta. Hún
hefur veitt oss glögga fræðslu um
vissa liörgulsjúkdóma, og hvernig
vér getum læknað þá. En enda þótt
vér þekkjum hina næringarfræði-
legu aðferð til lækningar, er að
sjálfsögðu ekki þar með sagt að
vér hljótum að hafa nægileg fjár-
ráð til þess að koma henni í fram-
kvæmd. Á síðastliðnum 50 árum
hafa framfarir í næringarfræðinni
verið ótrúlega örar. Vér þekkjum
raunverulegar allar verkanir helztu
fjörefna og inálma og áhrif þeirra
á efnaskiptin, starfsemi líkamans
o. s. frv.
Vér vitum, hvernig rétt blandað
fæði getur stuðlað að góðri heilsu.
Og vér vitum hvers vegna.
En livað um morgundaginn?
Þrátt fyrir aukna þekkingu vora,
eru samt enn á henni stórar glomp-
ur. Enn er óhemju mikið starf ó-
unnið til að öðlast fullkomna þekk-
ingu á hinni nákvæmlega réttu
blöndun fæðunnar, á hlutverki
efnasamsetningar hennar í efna-
skiptum líkamans o. s. frv. Með öðr-
um orðum sem sé það, hvað það er,
sem veldur því, að grannur maður
heldur áfram að vera grannur
liversu mikið sem liann borðar.