Úrval - 01.11.1971, Síða 97

Úrval - 01.11.1971, Síða 97
95 FERÐ UM HINA SVÖRTU AMERÍKU handtók hana. Hún kom fyrir rétt og var þar dæmd sek í málinu. Og ég sagði við dómarann, að ég ætl- aði að áfrýja dómnum og ætlaði að Vefengja lögmæti þessarar bæjar- ráðssamþykktar um aðskilnað hvítra og svartra í strætisvögnum bæjarins. Síðan gerði ég það á formlegan hátt, en málið dróst sí- fellt á langinn, þangað til konan dó loks árið 1951, að mig minnir, en þá hafði málið enn ekki verið tekið fyrir af áfrýjunardómstól og jafn- vel ekki enn fært á skrá yfir þau mál, sem taka átti fyrir á næstunni. En samt héldum við baráttunni áfram. í hvert skipti sem einhver neitaði að fara eftir skipun strætis- vagnastjóra, var sá hinn sami sett- ur í fangelsi. Stundum var fólk jafnvel barið. Margir voru búnir að vera í fangelsinu í nokkra daga, áð- ur en það vitnaðis, að þeir hefðu verið fangelsaðir. Og loks kom að því, að fólki fannst mælirinn vera orðinn fullur. Það má einna helzt líkja því við fötu, sem vatn lekur stöðugt í í dropataii. Hún verður að lokum barmafull, og svo flýtur út af börmunum .Blökkufólkið var því reiðubúið að láta til skarar skríða, þegar viðureign strætis- vagnafélagsins við blökkukonuna Rósu Parks hófst. Rósa Parks: Dag einn í desember árið 1955 var ég stödd í strætisvagni á leið heim frá vinnu. Þetta var ósköp venjulegur dagur, en ég man, að mér leið ekki sem bezt og ég hafði ekki beinlínis hlakkað til þess að standa upp á endann í strætisvagn- inum, þótt ég byggist við að þurfa þess eins og svo oft áður. Þegar ég steig upp í vagninn, voru öll sætin aftan til í vagninum upptekin nema eitt sæti rétt fyrir aftan fremri hluta hans, þann liljuhvíta, sem ætlaður var hvíta fólkinu eingöngu. Ég sett- ist sem sagt í eitt af fremstu sæt- unum, sem ætluð voru blökkufólk- inu. Eftir að strætisvagninn hafði stanzað á þriðju biðstöðinni, voru öll sætin framan til þegar upptek- in. f þeim sat auðvitað aðeins hvítt fólk. Og einn af hvítu farþeg- unum, sem síðast hafði komið inn, varð að standa. Það var karlmaður. Strætisvagnastjórinn horfði aftur eftir vagninum og bað þau fjögur, sem sátu í fremstu blökkumanna- röðinni, að láta manninn fá sæti. Við vissum, að hann átti við okk- ur og að hann vildi, að við stæðum upp, til þess að þessi eini hvíti karl- maður gæti fengið sæti. Ég hreyfði mig ekki. Ég sagði ekki neitt. Vagn- stjórinn spurði mig þá: „Ætlarðu ekki að standa upp?“ Ég sagðist ekki ætla að gera það. Hann sagðist ætla að kalla á lögregluna, og ég sagði honum, að hann skyldi bara gera það. Ég var ekki hrædd og ekki held- ur reið. Maður eyðir helming allr- ar ævinnar í að gera lífið sem auð- veldast og þægilegast fyrir hvíta fólkið. En svo þegar maður þarf að fá flutning heim, er manni neitað um jafnan rétt. Það var ætlazt til þess, að við blökkufólkið lifðum bara til þess eins að auka þægindi og vellíðan hvíta fólksins. Og það var ætlazt til þess, að við sættum okkur við að vera rænd réttinum til þess að vera mannlegar verur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.