Úrval - 01.10.1972, Page 3
1
FORSPJALL
Sannleikurinn um kynsjúkdómana.
Kynsjúkdómar færast i aukana um
þessar mundir, en þeir eru eitt af
„feimnismálunum” okkar. Af þvi
leiöir, að flestir þekkja litið til þeirra,
alltof litið eins og reynslan sannar.Ollu
skiptir, að fólk þekki einkenni þeirra
og hiki ekki við að leita læknis þegar i
stað og greina frá þeim, sem kunna að
hafa smitazt. örkuml og dauði er
sennilegasta afleiðing hiksins. í
þessari grein er meðal annars svarað
mörgum spurningum um smit og
einkenni.
Hvað táknar draumur þinn?
Við erum oft gáfaðri i draumi en
vöku, og margt gætum við lært af
draumnum, ef við kynnum með að
fara. Sérfræðingar segja, að mestu
skipti að finna hina „einföldu”
merkingu. Hvað er draumurinn að
segja þér um sjálfan þig, sem þú gerir
þér ekki Ijóst i vöku vegna margs
konar tregðu? Við leitum svo oft langt
yfir skammt, þegar við reynum að
skýra merkingu drauma okkar. Við
nemur út mánaðarlega. Otgéfandi: Hilmir
hf., Sfðumúla 12, Reykjavik, pósthólf 533,
simi 35320. Ritstjóri Haukur Helgason.
Afgreiðsla: Blaðadreifing, Slðumúla 12, sfmi
36720. Verð árgangs krónur 1000,00. t lausasölu krónur 100,00 heftið.
Prentun og bókband: Hilmirhf. Myndamót: Rafgraf hf.