Úrval - 01.10.1972, Síða 35
33
Sumir neyta vins sér til miska, en mörgum tekst að njóta
þess sem lystisemdar. Hér er rakin saga vinsins i 6000 ár.
aga vlnsins er svo
rækilega fléttuð inn I
menningarsögu mann-
fkynsins, að hvorugt
veröur frá öðru skilið,
nema ýmsu sé gleymt,
sem máli skiptir. í menningarsögunni
má lesa um sókn austrænna menn-
ingarstrauma til vesturs, vinið fylgdi
þessum straumum. Ævalöngu liðnar
kynslóðir fluttu siðmenninguna og
þroska meö sér frá Miðausturlöndum
tilMiðjaröarhafslanda, til Grikklands,
Itallu, Galliu og Spánar, og þær fluttu
einnig með sér vlnviöinn og kenndu
þeim þjóðum, sem þar voru fyrir, aö
rækta hann og nýta.
Ekki er vitað, hvar vinviðurinn
fannst I fyrstu, né hvar mönnum
lærðist að pressa vlnandann úr
vlnþrúgunum. Um það eru engar
heimildir til.
Nói ræktaði vínviöinn.
1 Bibliunni segir frá þvl, að þegar
Nói steig af Ork sinni á f jallinu Ararat,
hafi hann m.a. gróðursett vinvið. En
þá hefur Nói að sjálfsögðu þekkt
vlnviðinn fyrir syndaflóðiö, og tekið
hann með sér I örkinni. Hvað sem Nóa
og örkinni liður, er þessi þáttur ekki
fjarri raunveruleikanum. Þaö er hald
manna, að vinviðurinn hafi fyrst verið
ræktaður I héruðum suður af
Kaspiahafi, og sá vinviðarstofn, sem
allar vlnviðartegundir eru komnar
frá, vitis vinifera.fannstekki alls fyrir
löngu villtur I Turkestan..
Hvort er eldra, öl eða vin?
Bæði öl og vln var til meðal Egypta,
svo langt sem vitað er. Er vlnið þá
e.t.v. ekki eldra? 1 ölbruggun er notað
korn, og jafnvel þótt hægt væri að
hugsa sér að korn hafi enn vaxið villt,
þá eru þó meiri llkur fyrir þvi að
ölbruggun og korntekja til þess hafi
veriö I höndum fólks, sem hafði
staðfestu og fasta búsetu. öðru máli
gegnir um vinið. bað er vel
hugsanlegt, að fólk á faralds fæti hafi
gripiö til villtra tvlnþrúga sér til
matar, eins og annarra ávaxta, og
stungið I poka sina þvl, sem ekki varð
Úr Vinbókinni.