Úrval - 01.10.1972, Page 40
38
ÚRVAL
bökkum. Honum tókst aö fá þessa
kröfu fram, en áður en honum
auðnaðist að festa þar yfirráö sin, var
hann myrtur á laun. Asælni hans i
þessar frægu vinekrur er hins vegar
fyrsta kunna dæmið um áhuga for-
feðra okkar, vikinganna, á vini. En
menn muna þó betur annað dæmi. Svo
sem alkunnugt er fundu vikingar
Ameriku — og þeir skirðu hana
Vinland. Og athyglisvert er, aö á þeim
stöðum, sem sagan segir að
vikingarnir hafi fyrst komið til I
Ameriku, eru vinviðir, sem bera
sérstæðar þriigur.
Vinsmekkur Englendinga
Hinir aðsópsmiklu forfeður okkar
sóttu mjög suður á bóginn, og kannski
hefur það verið vinið meöal annars,
sem knúði þá þangað! Vikingarnir
skildu eftir sig ærin ummerki meðal
Englendinga bæði beint og óbeint. Og
ekki er að vita, nema Englendingar
hafi fengið I arf frá vfkingunum það
góöa skyn á drykki, sem þeir hafa
löngum verið rómaðir fyrir.
En nvaö um það. Hin góðu Bor-
deaux-vin streymdu til Englands,
þegarHenry II. Englandskonungur
gekk að eiga Alienoru frá Aquitanien,
fyrrum Frakkadrottningu. Með henni
fylgdu vfirráö yfir Aquitanien, eða öllu
Suöyestur Frakklandi. Henry II. hafði
þegar náð undir sig Normandi og
Anjou. Englendingar réöu þvi mklum
hluta Frakklands. Og þau yfirráð
entust lengi, enda lauk brezkum
yfirráðum I Frakklandi ekki að fullu
fyrren 1558. A valdatima Englendinga
IFrakklandi, barst þeim margs kpnar
gæðavin þaðan, og þegar byrjað var að
framleiða brennivfn i Charente, komu
Englendingar fyrstir manna auga á
það, hvernig framleiða ætti koniak.
Portvin, madeira og sérri urðu einnig
til að meira eða minna leyti vegna
skarpskyggni Englendinga á vin.
Hið fræga enska skáld Chaucer, bjó
yfir mikilli þekkingu á vini. Faðir hans
var kjallarameistari hjá Englands-
konungi og fékk Chaucer sem eins
konar heiðursgjöf árlega eina vin-
tunnu úr vinkjallara konungs. Frá
Chaucer er til mikill fróðleikur um
vinneyzlu Englendinga um 1400. Þeir
drukku rauðvin frá Suður-Frakklandi,
hvitvin frá Charente og ljós rauðvin
frá Bordeaux. Vegna hins ljósa litar
slns, kallaðist þetta siöastnefnda vln
clairets, og þess vegna eru Bor-
deauxvln enn kölluð þvi nafni I
Englandi, eða claret., Sæt vln voru
einnig sótt til suðlægari landa, Kýpur,
Miðjarðarhafsstrandar Frakklands og
Spánar, og svo ítaliu. Chaucer segir
ennfremur frá krydduðum vinum og
vlnum með bragð- og litarefnum, sem
þá voru drukkin I Englandi.
Vlnkaupmenn þar höfðu þegar á þeim
tlma mikið vinúrval á boðstólnum.
Shakespeare talar oft um vin. og
ræða sú um sherries sac, sem hann
leggur Falstaff i munn, er vlðfræg.
Dimmar miðaldir
Þegar rikiRómverja hnignaði, runnu
upp hinar dimmu miðaldir I Evrópu.
Menn gleymdu mörgu merkilegu og
snjöllu. Strið og pestir hvolfdust yfir
Evrópubúa.
Vin var framleitt eftir sem áður, en
snilli Rómverja i framleiðslu
gæðavins gleymdist mönnum. Vinið
var hrátt og hart, en menn þekktu ekki
annað og gerðu sér þetta að góðu um
skeið— Þrátt fyrir tilraunir Karls
mikla til að bæta vinframleiðsluna i
rikjum sinum, sem náðu þegar mest
var yfir Frakkland, Þýzkaland og
Itallu sat allt nær við það sama. En eitt