Úrval - 01.10.1972, Side 74

Úrval - 01.10.1972, Side 74
72 ÞANNIG MAÐUR VAR EINSTEIN Byrjaöi seinna en aörir aö hugsa um tima og rúm. Ég sótti fiðlutima frá 6-14 ára aldurs, en ég var ekki heppinn með kennara mina. Þeir skynjuðu tónlistina aðeins sem vélrænar æfingar. Ég byrjaði ekki að læra neitt i tónlist I raun og veru fyrr en ég fékk ást á sónötum Mozarts. Tilraun min til að likja eftir hinum einstöku töfrum þeirra, neyddi mig til að reyna að bæta leiktækni mina. Ég trúi þvi, að ástin sé yfirleitt betri kennari en skyldu- tilfinningin. (Albert Einstein, sam- kvæmt frásögn Helen Dukas og Banesh Hoffman). Stundum spyr ég sjálfan mig, hvers vegna það hafi verið ég, sem kom fram með afstæðiskenninguna. Ég held, að ástæðan hafi verið sú, að venjulegt fullorðið fólk hættir aldrei að hugsa um fyrirbærin ,,rúm og timi” og þau vandamál, sem þeim eru tengd. Þetta eru fyrirbrigði, sem það hefur hugsað um á barnsaldri. En ég byrjaði ekki að brjóta heilann um rúm og tlma, fyrr en ég var orðinn fullorðinn. Auðvitað tókst mér að sökkva mér dýpra I þetta viðfangsefni en barni gat tekizt. (Albert Einstein, samkvæmt frásögn Ronald W. Clarks). Þegar Einstein hafði loks tekizt að fullkomna afstæðiskenninguna árið 1916 eftir áratugar rannsóknir, fór hann til Hollands til að heimsækja 63ja ára eðlisfræðing, H.A. Lorentz, sem Einstein kallaði „mesta og göfugasta mann okkar tima”. Paul Ehrenfest, vinur þeirra beggja, lýsti fundum þeirra þannig: „Gestinum var gefinn vindill, og siðan byrjaði Lorentz fyrst að bera fram mjög vel orðaða spurn- ingu, viðvikjandi afstæðiskenningu Einsteins. Þegar Lorentz hafði lokið máli sinu, beygði Einstein sig yfir miðann, sem Lorentz hafði verið að skrifa stærðfræðireglur á, um leið og hann svaraði. Einstein sneri hárlokk fyrir ofan hægra eyra utan um fingur sinn hugsandi á svip. Lorentz sat og brosti til Einsteins eins og faðir horfir á ástfólginn son, viss um, að dreng- urinn muni leysa vandamálið, sem fyrirhann hefur verið lagt, en biöur þó með eftirvæntingu að sjá, hvernig sonurinn muni leysa vandann. Skyndilega leit Einstein upp með gleðisvip. Hann hafði fundið lausnina. Þeir ræddu iausnina fram og aftur, gripu fram i hvor fyrir öðrum, voru ósammála um sumt. Þeir flýttu sér að útskýra nánar þau atriði, sem þeim bar á milli um, þar til fullkominn og gagnkvæmur skilningur rlkti að nýju milli þeirra. Slðan héldu þeir, áfram ab ausa af nægtarbrunni þessarar nýju kenningar með blik i augum. Starfiö „leyndarmál”. Elsa, siðari kona Einsteins, hafði mjög litið „vit” á visindakerfi hans. En samband þeirra var allsráðandi I einkallfi hans. Jafnan þegar hann kom út úr skrifstofu sinni, tottandi pípuna slna, beindi Elsa honum smám saman að nýju inn á svið raunveruleikans, llkt og hún væri að vekja svefngengil. Hún vakti smám saman athygli hans á fólkinu umhverfis eða matnum á diskinum. Dag einn sagði hún við hann: „Fólk talar mikið um starf þitt. Ég virðist vera svo heimsk, þegar ég segi þvi, að ég viti ekkert um það. Gætirðu ek!;i sagt mér pinulitið frá þvi?” Hann hugsaði sig um sem snöggvast. Svo sagði hann: „Ja,ja . . ."hikandi, og það var aubséö, að þetta kostaði hann dálitið átak. Svo lifnaði yfir svip hans: „Ef fólk spyr þig um starf mitt. geturðu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.