Úrval - 01.10.1972, Page 80
78
SVONA ERUM VIÐ
Talar fólk hærra I björtum húsum?
Svar: Já. Athuganir sýna, að fólk
talar yfirleitt ekki jafn hátt i dimmu.
Eru konur minnisbetri en karlar?
Svar: Nei. Allar athuganir leiðailjós,
að kynin hafi svipað minni og reyndar
svipaða andlega hæfileika yfirleitt.
Gott minni er eitthvert bezta merkið
um góðar gáfur. Hins vegar muna
menn bezt það, sem þeir hafa mestan
áhuga á. Þannig muna konur margt,
sem karlmenn gleyma, og öfugt, en
karlmenn muna ef til fremur atburði I
stjórnmálum,atvinnumálum, iþróttum
o.s.frv.
Geta menn jafnt orðið ástfangnir um
sjötugt og um tvltugt?
Svar: Já. Ast er einn af mörgum
mannlegum eiginleikum, sem
„eyðast” ekki með aldrinum. Jafnvel
mætti segja, að vaxi maðurinn með
aldrinum að þroska og tilfinningalifi,
ætti hæfni hans til ástar að geta vaxið.
Mörg mikilmenni hafa lifað mestu ást
sina á sjötugs— og áttræðisaldri.
Sama á vafalaust við þá, sem minna
kveður að, þótt það sé ekki skráð i
sögur að sama skapi.
Ef maður situr frammi fyrir skot-
marki og hugsar sér, að maður sé að
kasta pilu i það, getur það þá bætt
hittni manns?
Svar: Já. Sálfræðingar, til dæmis
R.A. Vandell, hafa sýnt fram á, að
„andlegþjálfun” i pilukasti i skotmark
bætir hæfni mannsins i að hitta I
markið, þegar hann reynir það næst.
Þetta gildir á flestum sviðum.
Hver er bezta lækning á minni-
máttarkennd?
Svar: Að gera sér grein fyrir, að 9 af
hverjum 10 manneskjum finnst þær
vera "minnimáttar” gagnvart öðrum
á einhverju sviöi. Douglas Lurton
bendir á, að margir blaðamenn hafi i
viötölum viö „forseta, konunga og
stjórnmálamenn” og annað fyrir-
menni læknað sjálfa sig af minni-
máttarkennd og komizt að þvi, að
mörgum þessum mönnum fannst þeir
vera ”minnimáttar” i mörgu.
Kaupir eiginmaður dýran minkapels
handa konunni sinni, að þvi að hann
elskar hana eða til þess að haida henni
heitri?
Svar: Sennilega hvorugt að ráði.
Ódýrari kápa mundi ylja henni jafn-
mikið I kulda. Sálfræðingar telja, að
eiginmaðurinn kaupi pelsinn fyrst og
fremst til að sýna vald sitt og áhrif.
Við gerum sjaldnast hluti af nákvæm-
lega þeirri ástæðu, sem viö ímyndum
okkur.
„I hvert sinn, sem þú hlærð,” sagði maðurinn á dansleiknum, „langar
mig að segja við þig: Komdu til min.”
„Hvað heldurðu, að þú sért?” sagði stúlkan, ,,einhver”sjarmur”,
eða hvað?”
„Nei, sagði maðurinn. „Ég er tannlæknir.”