Úrval - 01.10.1972, Page 96
94
ENDURMINNINGAR HERTOGANS . . .
Var mér svo kastað eins og fótknetti
yfir höfðum hinna fyrrverandi her-
manna. Loks fann ég, að ég var
kominn upp á pallinn, allur úfinn og
tættur, lafmóður og riðandi á fótunum.
Ég hélt dauðahaldi I samanvöðluð
ræðublöðin. Hyllingaröskrin höfðu
breytzt i hlátur.
Sir Jósep hverfur af sjónarsviðinu.
„Ég vildi, að pabbi hefði getað séð
þetta,” hugsaði ég með sjálfum mér.
Ég leit aftur fyrir mig til þess að gá að
jálkinum. Hann var horfinn með öllu.
Sir Henry kom um kvöldið til þess að
biðjast afsökunar á þessum ógn-
þrungna atburði dagsins. Ég leit þá á
hann með ásökunarsvip og sagði: ,,Ég
treysti þvi, landsstjóri, að ég hafi nú
séð siðasta klárinn við þessar opinberu
sýningar.”
Þetta varð siðasti klárinn. Þetta
varð einnig hið siðasta, sem sást til Sir
Jóseps Pope af ástæðum, sem nú
hljóta að vera orðnar augljósar.
Allar hinar vandlega undirbúnu
áætlanir hans höfðu hrunið um koll.
Honum hafði sifgllt verið ýtt meir og
meir til hliðar/-er mannmergðin tók
við völdunum, þrátt fyrir þessi si-
endurteknu andmæli hans: „Þetta er
nú bara alls ekki hægt!” Fyrirspurnir
leiddu i Ijós, að hann hafði stigið
þegjandi og hljóðlaust út úr lestinni á
einni stöðinni á leiðinni með allan sinn
farangur án þess að segja jafnvel:
„Verið þið sælir.”
Ræða á hverri stöð.
Herra Martin Burell, stjórn-
málamaður og kanadiskur þing-
maður, sem fæddur var i Bretlandi,
kom i stað Sir Jóseps. Hann var einnig
bókavörður i kanadiska þinginu. Hann
var allt önnur manntegund, - óbrotinn,
alúðlegur og alþýðlegur. Undir vernd
hans þaut ég áfram vestur á bóginn I
glæsilegri einkalest, sem Kyrrahafs-
brautir Kanada höfðu lagt til. íbúð min
var I aftasta vagninum, en aftan við
hann var útsýnispallur.
Þessi staður veitti mér að sönnu
útsýni yfir hið margbreytilega
kanadiska landslag, en sá var gallinn