Úrval - 01.10.1972, Blaðsíða 97
ÚRVAL
95
á gjöf Njarðar, að nú var ég óvarinn
fyrir þeim kröfum um óundirbúnar
tækifærisræður, sem mannfjöldinn
gerði til min, er safnazt hafði saman á
hverri smástöð.
Rangur staður.
Og ég varð ætið við óskum þeirra i
von um að gera fólki til hæfis.
Um leið og ég hraðaði mér aftur á
útsýnispallinn, tróð Martin Burrell
venjulega i mig öllum þeim stað-
reyndum og athugasemdum, sem voru
liklegar til að falla Ibúum hvers staðar
vel og kitla metnað þeirra. Þetta varð
svo ivafið i þá þriggja minútna ræðu,
sem þróaðist i aö verða hið daglega
brauð.
En oftar en einu sinni gullu við
truflandi svei, uss og óánægjuhróp I
stað hinna venjulegu hyllingarhrópa
og lófaklapps, og gaf slikt mér til
kynna, að mér höfðu orðið á þau
hörmulegu mistök að rugla
áheyrendum mlnum saman við keppi-
nauta þeirra, er bjuggu 50 milum
vestar við brautina. En þessi reynsla
varð mér aðeins til góðs og kenndi mér
að verða fljótur að hugsa.
Ferðaðist fram og aftur um Kanada.
Þetta var i fyrsta sinn, sem brezkur
prins hafði ferðazt svo rækilega um
nokkuð Samveldislandanna. Og
áhrifin af Kanada og skoðanirnar, sem
ég gat þannig myndað mér um landið,
reyndust miklu lærdómsrikari en
nokkuð, sem ég lærði á hinum „form-
fasta, rauða gólfrenningi, sem
breiddur er i viðhafnarskyni.”
Fyrstu dagar minir i Kanada voru á
ýmsan hátt þeir fjörugustu er ég hef
nokkurn tima lifað. Hinir fyrrverandi
hermenn lögðu alveg löghald á mig
sem sérstakan skjólstæðing þeirra.
Undir ýmsu yfirskyni voru þeir alltaf
aö nema mig á brott frá borgara-
iegum embættismönnum til þess að
bjóða mér dálitinn „dreitil” eða til aö
skiptast á striðsendurminningum við
mig.
Einkamat mitt á eigin gildi hafði
ekki verið sérstaklega hátt áður, en
Kanadamennirnir sannfærðu mig
næstum um það með alúðlegum ákafa
sinum, að þeim geðjaðist að mér
vegna min sjálfs, en sú staðreynd var
sannkallaður velgerningur sjálfs-
vitundar minnar.
Anægja - - - skelfingu blandin.
Úr Balmoralsetrinu og
Buckinghamhöllinni fylgdist faðir
minn með fréttunum af ferð minni
með ánægju, sem blandin var skelf-
ingu, eins og neðangreind bréfaskipti
bera með sér:
Stjórnarhúsið, Ottawa
31. ágúst, 1919.
Elsku pabbi:
. . . . Ég hef ekki átt augnablik til
eigin afnota, siðan ég sté á land i
Quebec........Frægðin” hlýtur að
hafa verið glæsileg, er hún sigldi upp
St. Lawrencefljótið. Ég fann fara um
mig hroll hrifningar við að hugsa til
þess, að hún lá við akkeri beint á móti
kastalavirkinu, - á sama staðnum og
hann „Obugandi” (Indomitable) lá á
við heimsókn þina i júli, 1908 ....
Mér tókst vel að ljúka við löngu og
erfiðu ræðuna við hádegisverðinn hjá
rikisstjórninni a föstudaginn, (sem ég
læt hérmeð afrit af), þótt ég væri
taugaóstyrkur, vegna þess að þetta
var þýðingarmesti atburður farar-
innar og bráðnauðsynlegt var að segja
nákvæmlega hið rétta i viðurvist
stjórnmálamannanna . . .
Ég legg áherzlu á, að ég sé
Kanadamaður I hugsun og anda, þótt