Úrval - 01.10.1972, Page 103
ÚRVAL
101
Ljósmynd frá Japanferð prinsins. A myndinni er hann iengst til vinstri, sfðan
Metcalfe major og Mountbatten iávarður lengst til hægri. Þeir eru klæddir að
hætti japanskra.
kæmi i leik á golfvellinum. Ég tók
boöinu fegins hendi. Fjórir áttu að
taka þátt i leiknum, Hirohito prins,
Halsey aðmiráll, einhver lélegur
japanskur golfleikari og ég sjálfur.
Prins Hirohito birtist á golfvelli
Tokyoborgar i Komazawa Evrópskum <
klæðum og með derhúfu. Þetta leit
allt mjög eðlilega út, þangað til
prinsinn tók til að beita kylfunni. Hann
sló vindhögg hvað eftir annað, án þess
að á honum sæjust nokkur merki
óþolinmæði eða auðmýkingar.
Hann ljómaði alveg af ánægju, er
honum tókst að lokum að slá boltanr
áfram nokkurn spöl.
Aðmirállinn og ég litum hvor á
annan. Okkur var það báðum augljóst,
að prinsinn hafði aldrei leikið þennan
leik áður. Þetta var dæmi um hina hé-
gómlegu kurteisi Austurlanda á sinu
bezta stigi. Almennar umgengnis-
venjur kröfðust þess af okkur, að við
svöruöum i töluvert rikum mæli á
sama hátt. Ég gerði mér þvi upp
magnaðan klaufaskap i leiknum.
Aömirállinn sló boltann einnig oftast á
vitlausan hátt.
En Hirohito prins hafði áöur sýnt
leikni sina i sérstakri, japanskri iþrótt,
sem hann var augsýnilega leikinn i.
Hann fór með mig inn i Hallar-