Úrval - 01.10.1972, Page 121
ÚRVAL
119
hef haft áhyggjur af þessu, en þeir
hafa veriö svo áfjáöir.”
Hann neitaöi.
Faðir minn sagöi næstum álasandi
viö mig: Aheyrendur þinir munu
mynda stórkostlegasta samsafn
heilabúa i öllu landinu. Sá úr
fjölskyldu okkar, sem siöast áleit sig
vera þess um kominn aö takast þetta
verk á hendur var langafi þinn,
eiginmaöur Viktoriu drottningar.
Hann er reyndar sá eini úr
fjölskyldunni, sem hefur nokkru sinni
tekizt slikt á hendur, og hann var
reyndar sérstakur vitmaöur.
Faöir minn þagnaöi snöggvast til
þess aö lofa dómi sinum aö komast
rétta leið. Siðan bætti hann viö:
„Þessir menn báöu mig einu sinni aö
ávarpa sig. Ég neitaöi.”
Bezta ræðan af öllum.
Hugrekki mitt dvinaöi, en þaö var
ekki um neina undankomu aö ræöa. Ég
fór lafhræddur tií Oxford. Til allrar
hamingju reyndist ótti minn
ástæöulaus. Ég hélt ræöuna hans
„Tomma” Lascelles, og henni var
mjög vel tekið.
Fagurlega bundiö eintak af þessu
meistaraverki lifir enn I skrifstofu
einkaritara konungs I Buckingham,
en I þeirri skrifstofu situr „Tommi”
Lascelles nú. Hann sagöi nýlega viö
vin sinn, aö þetta væri bezta ræöan,
sem Prinsinn af Wales heföi nokkurn
tima haldiö. Hann ætti manna bezt aö
vita þaö.
Og þannig spunnu árin 1920-30 sinn
gullna vef mér til handa.
Mér þykir leitt aö veröa var viö þá
tilhneigingu nú, aö menn telja þetta
timabil vera timabil hnignunar-glataö
timabil. Ég minnist þess á hinn bóginn
sem bjarts timabils, þegar brezki