Úrval - 01.09.1973, Side 6

Úrval - 01.09.1973, Side 6
4 ÚRVAL * * * * * » i litlu þorpi, sem heitir Kutol við rætur Kákas- usfjalla í Suður-Rúss- landi býr kát og fjörug kona að nafni Khfaf Lrasuria. Hún er smávaxin — ekki 1,60 m á hæð, gráhærð og þrungin lífs- gleði og fyndni. Ég heimsótti hana á vormorgni, þar sem hún var úti í garðinum með hóp af börnum í kringum sig, en þar voru líka nokkrar konur og grísir. Mér var tekið af hinni hlýju gest- risni fólksins í Georgíu og við gædd- um hvert öðru fyrst á osti svo á vodka — og ræddum saman af ein- lægni. Hún sagði mér frá minningum sínum bæði í nútíð og fortíð. Hún hafði frá mörgu að segja. Minnið var gott og hún var yfir 130 ára að aldri. Sonur hennar bjó í næsta húsi aðeins 82 ára. Það var henni líkt og nýlegur at- burður, þegar hún minntist á snjó- veturinn mikla árið 1910. „Sonur minn var þá orðinn full- orðinn maður og ég var um sjö- tugt. Ég hjálpaði honum að moka ofan af þakinu.“ Og nútíðin? Hún hafði nýlega verið í heim- sókn hjá ættingjum í fjarlægu þorpi. Hún ferðaðist með strætisvagni ein og fór svo fótgangandi milli húsa. Hún hafði unnið þarna á samyrkju- búi, þegar það var stofnað fyrir 40 árum. En hætti störfum um 1970. Um 1940 hafði hún einmitt verið verðlaunuð sem sú röskasta við að bera á borð í tedrykkjutímanum. ORSAKA LEITAÐ. Sem læknir og kennari við stórt almenningssjúkrahús, þekki ég margs konar vanda á vegum eldra fólks, og ég hef orðið áhugasamur um þau rök, sem liggja til þess, að ellin getur orðið svo heillarík og eftirsóknarverð. Síðastliðin tvö ár hef ég heimsótt þrjú fjarlæg fjallahéruð, þar sem fólki auðnast að lifa miklu lengur og njóta meiri krafta og ánægju í ellinni en auðið virðist í helztu ný- tízkuborgum heims. Þar tel ég fyrst Andean þorpið í Vilcabamba í Ecuador. Þá Hunga landið í Karakoram heiðalöndum Pakistan, stjórnað frá Kashmir. Og í þriðja lagi og bezt kannað og skjalfest á svæði í Kákasusfjöllunum í Georgíufylki í Suður Sovét, sem nefnt er Ahkhazía. Stærstur hluti þess fólks, sem náð hefur hundrað ára aldri er í Kákasus. Árið 1970 var fólk yfir hundrað ára á þessum slóðum talið tæplega fimm þúsund manns. Af þeim voru 1844 í Georgíufylki eða 39 á hverja hundrað þúsund íbúa. Um 2500 voru í Agerbaijanfylki eða 63 á hverja hundrað þúsund íbúa þar. Til sam- anburðar skal þess getið að í Banda- ríkjunum eru aðeins þrír hundrað ára að aldri á hverja hundrað þús- und íbúa. Hvaða orsakir eru til langlífis þessa fólks? Auðvitað erum við háð því, hvað í magann er látið í mat og drykk, og þess vegna byrjaði ég á því að athuga mataræðið í þess- um þrem héruðum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.