Úrval - 01.09.1973, Qupperneq 31
SINDRANDI DÝRÐ SAHARA
29
Túnis, Libyu, Egyptaland, Mauri-
taniu, Malí, Niger, Chad og Su-
dan — og eitt landsvæði enn —
spönsku Sahara.
Sandurinn innan landamæra Sa-
hara geymir bókstaflega heimsins
mestu auðæfi málma.
Og nú þegar hefur Sahara gjört
Libyu sjöunda helzta olíusvæði
jarðar, en Algier framleiðir nú 20
af hundraði allrar olíuframleiðslu
í Afríku.
Til viðbótar skal þess getið, að í
Vestur-Sahara er gnægð af jarð-
gasi, tini, kopar, mangan, járni,
úranium, gipsi og fosfati.
Niður eftir Norður-Sahara sáum
við hvarvetna glögg deili þess,
hvers vegna þessi furðulega víð-
átta og forboðna auðn hefur dreg-
izt inn í nýtt tímabil umferðar og
þróunar.
Þegar við fórum yfir Tademait
Sléttu, mitt í auðnum og berangri
Saharasvæðisins, rákumst við bók-
staflega á franska fjölskyldu, sem
sat að fjölbreyttum dagverði við
bílinn sinn í skugga breiðrar sól-
hlífar, sitjandi á tjaldstólnum við
samfelluborð breitt hvítum dúki,
lyftandi glösum til að fagna okkur.
Lítið eitt í fjarlægð stóð olíu-
tankur, sem líktist helzt Eiffel
turninum.
Og áhöfn tanksins átti sér skýli
í loftheldum hermannaskála og
drakk vatn úr 120 mílna fjarlægð
etandi ferska ávexti og grænmeti
frá Algier og lifði þarna lífi, sem
enginn franskur ævintýrarithöfund-
ur hefði getað hugsað sér í sínum
hástemmdustu draumsýnum.
UNDRALANDIÐ.
Ekkert í Sahara líkist því sem
þú hugsar þér. Sandskaflar þekja
aðeins sjötta hluta yfirborðsins.
Allt hitt er gætt undursamlegri
fjölbreytni.
Víðlend heiðalönd, gígar, kleifar,
sléttur, dalir — öllu þessu er dreift
eins og meginlöndum í miðju út-
hafi sandbylgnanna. Þetta er eins
og haf á tunglinu. Á sér sín sér-
stöku heiti, eins og Grand Erg Or-
iental, Grand Erg Occidental, Erg
Lguidi, Erg Chech.
Rannsóknir á sandsteinamyndun-
um og vatnsfarvegum hafa sannað,
að eyðimörkin hefur að minnsta
kosti tvisvar verið græn.
Þarna hófst búskapur á svæðum
fyrir 5000—9000 árum.
Við undanhald jökulmarka í Evr-
ópu breyttist loftslag í Sahara um
1000 f. Kr., gróðurlönd hurfu og
hin mikla auðn varð óyfirstígan-
legur þröskuldur milli Afríku og
Miðjarðarhafslanda. í þúsund ár
stöðvuðust frjáls og eðlileg skipti
og samgöngur milli Evrópu og Afr-
íku, sem frumbyggjar höfðu þó
tekið upp eða byrjað á.
Hefði Sahara ekki verið þrösk-
uldur í vegi, væru flestar Evrópu-
þjóðir nú af blönduðum uppruna
og með blökkumannablóð í æðum.
Afríka mundi hins vegar eiga jafn-
forn menningarsetur eins og Evr-
ópa.
Sahara hefur nú þegar á boð-
stólum allt hið helzta, sem ferða-
menn vilja kjósa sér: Loftkæld hót-
el og haldgóða vegi. Fyrir þá, sem
óska hins fyrrnefnda hefur Algier-
stjórn útbúið vinjar með glæsileg-