Úrval - 01.09.1973, Page 34
32
tvær leirklessur eða mola eftir síð-
ast.
Úr öðrum kögglinum bjó hann
til úlfalda, en hinum pálmatré, og
þar með gjörði hann mönnum kleift
að lifa í eyðimörkinni.
Af þessu tvennu er þó döðlu-
pálminn enn meira ómissandi.
Ekkert sem lifir á jörðinni til-
heyrir umhverfinu á undursamlegri
hátt. Hann þarf raka, en þolir þó
ekki regn. Mikill hiti og þurrkur
er honum nauðsyn til að hann beri
þroskaða ávexti.
Eins og sagt er í Sahara dafnar
döðlupálminn aðeins „með fæturna
í vatni og höfuðið í eldi“.
Allt fram á þennan dag eru hin-
ar fjórar milljónir manna, sem búa
að mestu í vinjum Sahara nær ein-
göngu háðar döðlupálmanum bæði
til matar og útflutnings.
Eyðimerkurbúar meta vinjarnar
eftir pálmatölu og eftirgjald er
goldið í döðlum, sem oft nefnist
Sahara-„brauð“.
í Gardaia, einni af nyrztu borg-
um Sahara, gekk 18 ára gamall
piltur, Mohamed Bouhmar að nafni
frá einum pálma til annars, strauk
þeim blíðlega eins og kærum vin-
um.
Hann sagði:
„Sérhvert pálmatré hefur sín sér-
kenni, sinn eigin ilm og bragð. Þó
að væri bundið fyrir augu mér,
gæti ég sagt til af hvaða pálmatré
döðlur væru, sem ég bragðaði."
Sé haldið í suður frá E1 Goléa,
er komið til Fort Miribel, sem var
einu sinni lykillinn að úlfaldaleið-
um eyðmerkurinnar.
í stórkostlegu virkishliði við inn-
ÚRVAL
keyrsluna rákumst við þar á
hvelfda byggingu, sem var eins
ósnortin í sinni glæsilegu gerð, og
hún hefði verið yfirgefin í gær.
LITIÐ TIL FORTÍÐAR OG
FRAMTÍÐAR.
í nánd við Tademait sléttuna, er
farið yfir gráan sand, sem helzt
líkist ösku, lífvana og víðáttumik-
inn.
Lífvana — að því er virðist, má
oftast segja á þessu svæði, en lífið
lejmist eiginlega alls staðar og líka
þar, sem sízt gæti hugsazt.
í næturþögn í „dauða“-dal heyr-
ist suð og sjást glampar í myrkr-
inu. Þar er mús eyðimerkurinnar á
ferð.
Urn skrælnaðar sléttur skjótast
gazellur í löngum stökkum, koma
og hverfa. Eðlur á stærð við ketti,
slettast um sprungur, þar sem
gengið er um skóga af steingerv-
ingum. Og þegar minnst varir get-
ur einmana hirðingi á úlfaldabaki
skokkað út í bláinn framhjá, og
látið áhættuna ráða um ferðalok.
Við Tamanrasset, aðalborg Mið-
Sahara hverfur vegurinn oft að
mestu, en aðeins vegmerki vísa
leið.
Þarna er að verki það náttúru-
fyrirbrigði sem allir ferðamenn í
Sahara óttast og komast óþyrmi-
lega í kast við.
Á þessu svæði fórst í einum slík-
um stormi úlfaldalest á 19. öld með
2000 manns og 1800 úlföldum.
En ekki er erfitt að skilja, hvern-
ig slíkt gat orðið. Það fengum við
að reyna í þetta sinn. Nóttin hafði
verið svo lygn, að kertaljós blöktu