Úrval - 01.09.1973, Side 37
35
Ég lá kramin undir rústunum eftir jarðskjálftann, en
einn af björgunarmönnum mínum
var Frakki og með blíðlegum ástarorðum gaf hann
mér vilja iil að lifa.
Ástarorðin björguðu
lífi mínu
Úr WOMAN'S OWN
íföKvK S horfði í spegilinn, dró
vK- upp hlírann á nátt-
kjólnum mínum og tók
*
*
*
*
E
upp tappann af tann-
kremstúbunni. Inni í
svefnherbergi lá Jerry,
maðurinn minn, á maganum á rúm-
inu og gældi við Díönu litlu, dóttur
ur okkar, í vöggunni. Ég kallaði út
úr baðherberginu og reyndi að vera
ástúðleg en jafnframt ákveðin, ung
móðir: „Hún ætti nú eiginlega að
vera sofnuð núna“.
Ég gerði mér aðeins hálft í hvoru
grein fyrir hinum hræðilegu drun-
um úr undirdjúpum jarðarinnar,
eins og það væri einhver martrað-
ar neðanjarðarlest að koma þjótandi
út úr víti. Það gerðist allt svo snögg-
lega.
Spegilinn brotnaði og gler dreifð-
ist um allt. Kalkinu rigndi niður úr
loftinu og veggurinn varð að neti
af sprungum, sem stækkuðu. Ég
snerist á hæl og þaut í átt til svefn-
herbergisins til mannsins míns og
barns. Þangað komst ég ekki. Hafi
ég hrópað, þá hefur hljóðið drukkn-
að í drununum frá hrynjandi bygg-
ingunum, þegar litli marokkanski
sumardvalarstaðurinn Agadir — og
allur heimur minn — féll saman.
Ég fann að ég datt, það var eins
og að fara niður í lyftu, bara hraðar
og ákafar, síðan hvarf allt litla
stund. É'g kom til sjálfrar mín, hálf-
sitjandi og hálfliggjandi í myrkri
undir miklum þunga. Grafin, hand-
leggir, fætur, líkami, höfuð, andlit.
Ég vissi strax að þetta var jarð-