Úrval - 01.09.1973, Síða 42

Úrval - 01.09.1973, Síða 42
40 ÚRVAL bert fyrir mér, hverjir erfiðleikarn- ir voru. „Sue, þetta er erfiðara en við héldum. Þú ert lokuð inni af þykk- um steypustykkjum og stálgrind- um. Ef við reynum að hreyfa hurð- ina, sem hlífir þér, gæti grjótið þrýstst niður að ofan, og hið sama gæti gerzt, ef við reyndum að grafa í kringum þig. Nú þegar við höfum þennan enda lausan, ætlum við að grafa önnur göng, svo að við kom- umst að höfðinu á þér, þá getum við dregið þig út. Skilurðu þetta?“ É'g sagði já, en ég mundi alltof vel, hversu langan tíma hafði tek- ið að grafa þessi göng. „Ætlið þið að yfirgefa mig?“ Ég reyndi að láta örvæntinguna ekki heyrast í rödd- inni. „ÉG fer ekki frá þér,“ svaraði Hubert ákveðinn. Læknirinn talaði lítið í ensku, svo að Hubert skýrði fyrir mér, hvað hann ætlaði að gera. Ég fann varla fyrir sprautunni, en varð nærri strax syfjuð. Læknirinn fór til þess að hjálpa fleiri eftirlifend- um, en Hubert varð eftir. Ég sagði: „Ég er syfjuð, ég held að mig langi til að sofna núna.“ Eg varð undr- andi yfir, hversu reiðilegur Hubert varð. „Nei,“ mótmælti hann. „Þú mátt ekki sofa, Sue. Þú verður að halda áfram að tala við mig.“ „En ég hef mókt við og við allan daginn,“ andmælti ég. „Það er annað. Nú er mikilvægt, að þú sért vakandi.“ Hann sagði mér að sjálfsögðu ekki, hvað það var, sem læknirinn óttaðist. Eg hafði verið innilukt heila nótt og heilan dag, og nú var nærri komin nótt aftur. É'g var augsýnilega mikið meidd og þjáðist af miklu tauga- áfalli. Læknirinn var hræddur um, að einhvern tíma þessa nótt sofnaði ég inn í dauðann. Rödd Huberts var glaðleg. „Þú ættir að sjá hvað er að gerast uppi á yfirborðinu, Sue.“ „Hvað eru þeir að gera?“ spurði ég. „Það er eins og verið sé að bora eftir olíu. Þeir eru komnir með bor og þrjú ljós og færanlegan rafal til að sjá fyrir rafmagni.“ „Hvað tekur þetta langan tíma?“ „Það verður ekki löng stund, Sue. Við tölum saman þangað til þeir komast hingað.“ Hann strauk nú fæturna á mér hlýjum höndum, eins og snertingin gæti fært mér fullvissu um eins konar frið. „Sue, hvað ertu gömul?“ „Tuttugu og þriggja." „Ég er nítján og er í herþjónustu núna. Ég bý í París. Hefurðu verið í París?“ „Nei, en ég vildi það gjarnan.“ Hann hélt áfram að tala við mig, spurði um heimilið mitt í Ameríku, um Jerry og barnið. Hann sagði mér allt um París og vini sína. Ég býst við, að það hafi verið í döguh, sem ég fór að finna til mik- illar þreytu. Ef ég bara gæti teygt úr mér, hreyft fætur og handleggi, þá gæti viljinn komið til að halda baráttunni áfram. En ég gat það ekki. Betra að sofna. „Sue, þú segir ekkert-“ sagði Hu- bert örvandi. „Jú, ég er að því,“ sagði ég þreytulega.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.