Úrval - 01.09.1973, Qupperneq 42
40
ÚRVAL
bert fyrir mér, hverjir erfiðleikarn-
ir voru.
„Sue, þetta er erfiðara en við
héldum. Þú ert lokuð inni af þykk-
um steypustykkjum og stálgrind-
um. Ef við reynum að hreyfa hurð-
ina, sem hlífir þér, gæti grjótið
þrýstst niður að ofan, og hið sama
gæti gerzt, ef við reyndum að grafa
í kringum þig. Nú þegar við höfum
þennan enda lausan, ætlum við að
grafa önnur göng, svo að við kom-
umst að höfðinu á þér, þá getum
við dregið þig út. Skilurðu þetta?“
É'g sagði já, en ég mundi alltof
vel, hversu langan tíma hafði tek-
ið að grafa þessi göng. „Ætlið þið
að yfirgefa mig?“ Ég reyndi að láta
örvæntinguna ekki heyrast í rödd-
inni.
„ÉG fer ekki frá þér,“ svaraði
Hubert ákveðinn.
Læknirinn talaði lítið í ensku,
svo að Hubert skýrði fyrir mér,
hvað hann ætlaði að gera. Ég fann
varla fyrir sprautunni, en varð
nærri strax syfjuð. Læknirinn fór
til þess að hjálpa fleiri eftirlifend-
um, en Hubert varð eftir. Ég sagði:
„Ég er syfjuð, ég held að mig langi
til að sofna núna.“ Eg varð undr-
andi yfir, hversu reiðilegur Hubert
varð.
„Nei,“ mótmælti hann. „Þú mátt
ekki sofa, Sue. Þú verður að halda
áfram að tala við mig.“
„En ég hef mókt við og við allan
daginn,“ andmælti ég.
„Það er annað. Nú er mikilvægt,
að þú sért vakandi.“ Hann sagði
mér að sjálfsögðu ekki, hvað það
var, sem læknirinn óttaðist. Eg
hafði verið innilukt heila nótt og
heilan dag, og nú var nærri komin
nótt aftur. É'g var augsýnilega mikið
meidd og þjáðist af miklu tauga-
áfalli. Læknirinn var hræddur um,
að einhvern tíma þessa nótt sofnaði
ég inn í dauðann.
Rödd Huberts var glaðleg. „Þú
ættir að sjá hvað er að gerast uppi
á yfirborðinu, Sue.“
„Hvað eru þeir að gera?“ spurði
ég.
„Það er eins og verið sé að bora
eftir olíu. Þeir eru komnir með bor
og þrjú ljós og færanlegan rafal til
að sjá fyrir rafmagni.“
„Hvað tekur þetta langan tíma?“
„Það verður ekki löng stund, Sue.
Við tölum saman þangað til þeir
komast hingað.“
Hann strauk nú fæturna á mér
hlýjum höndum, eins og snertingin
gæti fært mér fullvissu um eins
konar frið.
„Sue, hvað ertu gömul?“
„Tuttugu og þriggja."
„Ég er nítján og er í herþjónustu
núna. Ég bý í París. Hefurðu verið
í París?“
„Nei, en ég vildi það gjarnan.“
Hann hélt áfram að tala við mig,
spurði um heimilið mitt í Ameríku,
um Jerry og barnið. Hann sagði mér
allt um París og vini sína.
Ég býst við, að það hafi verið í
döguh, sem ég fór að finna til mik-
illar þreytu. Ef ég bara gæti teygt
úr mér, hreyft fætur og handleggi,
þá gæti viljinn komið til að halda
baráttunni áfram. En ég gat það
ekki. Betra að sofna.
„Sue, þú segir ekkert-“ sagði Hu-
bert örvandi. „Jú, ég er að því,“
sagði ég þreytulega.