Úrval - 01.09.1973, Page 43

Úrval - 01.09.1973, Page 43
ÁSTARORÐIN BJÖRGUÐU LÍFI MÍNU 41 „Nei, þú ert ekki að því, ekki nóg!“ „Mig langar ekki til að tala meira, Huþert,“ sagði ég við hann. Ég varð hissa á því, sem hann sagði næst. „Sue,“ sagði hann. „Þú ert mjög falleg.“ „Hvað?“ sagði ég syfjulega. „Hvað sagðirðu?" “Ég sagði, að þú værir mjög fal- leg.“ Ég fór að hlæja — í fyrsta sinn eftir jarðskjálftann. „Ó, Hu- bert,“ andmælti ég. „Þú getur ekki sagt það. Hvað veizt þú um það? Þú sérð ekki nema fæturna á mér.“ „Það eru fallegustu fætur, sem ég hef nokkru sinni séð.“ „Þú getur samt ekki sagt, að stúlka sé falleg, þótt hún hafi fallega fætur-“ svar- aði ég. „Þú ert svo hugrökk. Þess vegna hlýturðu að vera falleg.“ „En hugrekki mitt er allt farið. É'g er hrædd núna.“ Tak handanna þéttist um fætur mína. „Þú mátt ekki vera hrædd. Ég er hérna. Ekk- ert mun saka þig.“. Þótt undarlegt væri, virtist sam- tal okkar ekkert fjarstæðukennt. Það virtist alveg rökrétt. Eftir litla stund sagði hann: „Ég gæti orðið ástfanginn af þér, Sue.“ „Ég er gift,“ sagði ég. „Ég veit það. En ef þú værir ekki gift, þá mundi mig langa til að kvænast þér.“ É'g hugsaði um þetta litla stund. „Ég er þó nokkrum ár- um eldri en þú.“ „Tuttugu og þriggja? Það eru að- eins fjögur ár. Það skiptir engu máli, þegar karlmaðurinn er Frakki.“ Áreiðanlega hefur engin ástar- saga nokkru sinni gerzt undir von- leysislegri kringumstæðum en saga okkar Huberts. Ég vissi alltaf af kæfðu hljóðinu í borum og skófl- um en það var i öðrum heimi, langt í burtu. Því að Hubert hafði nú komið við hjartað í mér. Við vorum nátengd án þess að sjá augu hvors annars, án snertingar eða kossa, raddir okkar voru eina sambandið okkar á milli. „Nú,“ sagði han, „ætla ég að kenna þér frönsku. Kanntu nokkuð í frönsku?“ „Franskan mín er alveg ómögu- leg,“ játaði ég. Hann hló. „Jæja, mon petit poulet — það þýðir lítill kjúklingur. Það er það, sem þú ert, litli kjúklingurinn minn.“ „Petit poulet?" sagði ég. „Mjög góður hreimur. Nú ætla ég að kenna þér heilmikið af frönsk- um orðum og þú átt að endurtaka þau eftir mér. Ég ætlast til, að þú talir góða frönsku, þegar þú kemst út úr þessari holu.“ Stundirnar liðu hægt. Eg gat heyrt frönsku piltana strita, og um mið- degi náðu þeir niður til mín. Það var Hubert, sem kallaðist nú á við þá til að leiðbeina þeim. Ég gat heyrt hvæsið í stálskeranum. Og síðan strauk mjúkleg hönd allt í einu rykið af andliti mínu og rödd sagði: „Hún er hérna.“ Ég vissi af ljósi, sem skein á augu mér. Hubert færði sig til þess að hjálpa við björgunina. „Það er stór- eflis steypustykki ofan á hurðinni, sem heldur þér fastri. Við ætlum að bora það sundur í smástykki. Það verður mikill hávaði af bornum.“ Hvort það var. Það fyllti loftið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.