Úrval - 01.09.1973, Qupperneq 48
46
á langinn af því það óttast um, að
framkvæmdin verði ekki nógu full-
komin.
Það var hérna um daginn, að
kona nokkur sagði við mig:
„Mig hefur lengi langað til að
rita kveðju til vinkonu minnar, sem
missti manninn sinn fyrir nokkru.
En ég kann ekki að orða huggunar-
bréf. Veit ekki, hvernig ég á að tjá
tilfinningar mínar.“
„Hvernig finnurðu til?“ spurði ég.
„Með djúpri samúð," svaraði hún.
„!Ég hugsa til þessarar konu með
ástúð og bið fyrir henni.“
Ég skrifaði orð hennar á blað og
rétti henni það.
„Nú, þetta er allt, sem þú þarft
að segja,“ sagði ég við hana.
„Vinkona þín þarf engan skáld-
ÚRVAL
legan samsetning, aðeins örfá orð
frá þínu eigin hjarta.“
Jæja, þarna eru þá í örfáum orð-
um ráðin, sem ég hafði til að leysa
mig úr viðjum seinlætis, gaufs og
trassaskapar. Útkoman varð gjör-
breyting á allri minni aðstöðu.
Að síðustu komst ég að raun um,
að laun framtaksseminnar eru ó-
líkt ríkulegri en laun sérhlífninnar.
Líttu í kring um þig og þú munt
samþykkja, að hamingjusamar
manneskjur er fólk, sem hefur brot-
ið af sér fjötra gaufs og seinlætis,
það er fólkið sem finnur fullnæg-
ingu í skjótri ákvörðun og tafar-
lausri framkvæmd. Það er fullt á-
kefðar, ánægju og frjórrar starfs-
gleði. Þú getur orðið svona líka. •—
Þú getur hætt að vera gaufari.
Skömmu eftir að farið var að sýna leikrit Clare Boothe Luces
,,Konurnar“ á Broadway í New York, átti höfundurinn að flytja
fyrirlestur í kvennaskóla. Formaður móttökunefndarinnar kynnti
höfundinn með skrúðugri ræðu og lauk máli sínu með því að segja,
að auðvitað mundi nafn frú Luces lifa að eilífu, af því að hún hefði
samið ódauðlegt klassískt listaverk „Litlu konurnar", en höfundur
þess verks var önnur kona, Louisa May Alcott.
Clare tók þann kostinn að segja ekkert um þetta og hóf ræðu
sína. Að henni lokinni kom ein telpan til hennar og sagði stórum
augum: „Frú Luce, ég hélt, að höfundur „Litlu konurnar" væri
miklu eldri og grárri en þér virðist vera.“
Clare lét sér hvergi bregða og sagði: „É'g er það líka.“
þess að skýra sína eigin heimspeki. „Enda þótt ekkert geti komið í
staðinn fyrir greind og bætt upp skort á henni,“ sagði hann, „þá
er greindin ekki nóg í sjálfu sér. Til eru manneskjur, sem hafa
greind en hafa ekki siðgæðislegan kjark til að hegða sér samkvæmt
henni. Hins vegar er siðgæðislegur kjarkur án greindar hættulegur,
því að hann leiðir til ofsatrúar. Með menntun ætti að þroska bæði
greind og hugrekki."