Úrval - 01.09.1973, Síða 50
48
ÚRVAL
irvalda, þá heldur hundum og kött-
um áfram að fjölga. Mörg sveitar-
félög eru að lenda í vandræðum
vegna hunda og katta. Hundar eru
víða bannaðir í borgum. Þeim er
úthýst og fara þá gjarna um í flokk-
um utan við bæi, lifa á rusli og úr-
gangi, verða fljótt grimmir og ráð-
ast á búpening, svo sem nautgripi
í Suður-Karólínu, lömb í Texas og
kalkúna í Oregon.
Dýraverndunarfélög eru farin að
bera sig illa undan himda- og katta-
plágunni, einkum vegna þess, að
fram til þessa hafa störf þessara
samtaka ekki falizt í að útrýma
flækingsdýrum og því kemur þetta
tiltölulega nýja vandamál þeim á ó-
vart.
Eitt atriði í þessu hunda- og
kattastríði þykir mörgum undar-
legt: Þeir hundar og kettir sem
lenda á flækingi, eru ekki endilega
hvolpar eða kettlingar sem teknir
hafa verið frá móðurinni og „born-
ir út“, heldur fullvaxnir hundar eða
kettir, sem eigandin vill ekki lengur
eiga. Fólk verður nefnilega leitt á
gæludýrunum rétt eins og hverju
öðru, nennir ekki einu sinni að láta
kála þeim, og vísar þeim bara á
guð og gaddinn.
Raunar er sú venja víðtækust í
þessum hunda- og kattamálum, að
fólk fer með nýfædda hvolpa eða
kettlinga á eins konar stöðvar sem
dýravinir reka, og þar eru dýrin
drepin tafarlaust. Þau eru drepin
einfaldlega vegna þess, að það er of
mikil fyrirhöfn að ala skepnurnar
á meðan reynt er að finna handa
þeim nýjan húsbónda. Og sumar
þessara stöðva bera alls ekki við
að reyna að finna dýrunum nýtt
heimili, og kvendýrin hafa alls enga
möguleika á löngum lífdögum, því
svo fáir vilja eiga gæludýr sem við-
búið er að fjölgi sér.
Sérstakir klóróform-kassar, eru
yfirleitt notaðir til að aflífa hvolpa
og kettlinga. Stærri dýr eru drepin
í gasklefum, eða þá með raflosti, en
einnig er algengt að þau séu spraut-
uð með stórum skammti af ein-
hverju lyfi.
Fólk það sem starfar við „dýra-
skýlin“, eins og stofnanir þessar eru
kallaðar, er mjög óánægt með þetta
nýja starfssvið sitt.
„Það er miskunnarverk að aflífa
veikt, sært eða heimilislaust dýr“,
hefur einn starfsmaður slíks „skýl-
is“ sagt, „en að drepa kerfisbundið
milljónir heilbrigðra, vel gefinna
katta og hunda bara til að gera eig-
endum þeirra lífið léttara, það er
ljótt starf og niðurlægjandi.“
Stjórnandi dýra-skýlis eins, orð-
inn langþreyttur á að eyða gæludýr-
um fólks, hefur látið hafa eftir sér
eftirfarandi:
„Sumt fólk lætur gæludýr sín
eignast kettlinga eða hvolpa, til að
börn þessa sama fólks, geti orðið
áhorfendur að „hinu mikla undri
sem fæðingin er“ — hve heitt ég
hef óskað þess, að þetta fólk og
börnin þess væru með okkur við
sóðaverkin til þess að þau geti orð-
ið áhorfendur að „hinu mikla undri
sem dauðinn er“!
Miklu meira þarf að gera við
þessum fjölgunarvanda, miklu
meira en hingað til hefur verið gert.
Eitt ráðið er t. d. að dreifa um
landið allt áróðri fyrir getnaðar-