Úrval - 01.09.1973, Qupperneq 64
62
ir þeim og hrista þær og biðja þær:
„Farið heim, gerið það, farið heim!“
Heim? Hvað vissi ég um heimili
þeirra, hugsaði ég. Ef til vill voru
þessar stúlkur hérna um miðja nótt
vegna þess að eitthvað vantaði
heima hjá þeim. En ég vissi, að
jafnvel þótt lífið heima hjá þeim
væri hart og erfitt, þá mundu þær
dag nokkurn komast að þeim sann-
leika, að ef einhver í heiminum
elskaði þær nógu mikið til þess að
láta sig varða framtíðarhamingju
þeirra, þá var það þetta stritandi á-
hyggjufulla fólk á þessum ófull-
komna stað, sem kallaðist heimili.
Mig langaði til þess að ráðast
gegn þeirri hugsun, sem virtist telja
stúlkunum trú um, að þær væru
að flýjaá vit einhvers betra. Hvað
vonuðust þær til að finna — ást?
Ást í lánuðum kofa? Héldu þær, að
með þessu mundi þeim líða betur?
Ég skildi, að þetta, sem ég varð
vitni að nú, var gagnrýni á kyn-
slóð mína, og hún var verðskulduð.
Mín kynslóð hefur ekki skeytt um
að vera í sambandi við þeirra kyn-
slóð. Við höfum látið það gott heita,
að þær létu blekkjast af hinum
fögru loforðum „nýju“ siðfræðinn-
ar. Við höfum lofað hana í bókum,
leikritum og kvikmyndum, gert
hana að metsöluvarningi án þess
að segja þeim, að í henni væri í
rauninni ekkert nýtt eða siðfræði-
legt.
Það sem verra er, við höfum ekki
einu sinni styrkt eigin trú á gömlu
siðfræðina. Okkur hefur mistekizt
að sýna hjónabandið frá beztu hlið
þess og þess vegna heldur unga
fólkið, að hið gífurlega háa skilnað-
ÚRVAL
arhlutfall lýsi gæðum allra hjóna-
banda. Við hefðum átt að segja
þeim, að jafnvel þótt hjónaband sé
ekki fullkomið, þá er það grund-
vallarþáttur þjóðfélags okkar og sá
bezti, sem enn hefur komið fram.
Hugmynd ný-siðfræðinnar um að
láta tilfinningarnar vísa veginn
væri góð, ef mannveran væri að-
eins dýr — ef hún hefði hvorki vit-
und né sál. En maðurin er meira en
dýr og hann lítillækkar sjálfan sig
þegar hann lifir eins og dýrin.
Sálmaskáldið spurði Guð: „Hvað
er maðurinn, að þú takir eftir hon-
um? ... Því að þú hefur markað
honum rúm litlu lægra en englun-
um og krýnt hann dýrð og heiðri."
Maðurinn er mesta sköpunarverk
Guðs. Að maka sig eins og flæk-
ingsköttur er fyrir neðan virðingu
hans. Þetta eru lög Guðs og orð
léttvægra heimspekinga eða spott
uppreisnargjarnra unglinga fá
aldrei breytt þeim.
Mig langaði til þess að segja
stúlkunum, að þegar ungur maður
kvænist, þá velur hann stúlku, sem
hann getur virt og verið hreykinn
af. Þetta hefur mörgum kynslóðum
ungra stúlkna verið sagt, og er
sannleikur nú eins og áður.
Mig langaði til að segja þeim, að
ég gæti munað, hvernig það er að
vera 16 ára, skeytingarlaus óþolin-
mæði við að halda áfram að lifa,
gleðin og kvíðinn til skiptis yfir
því að vera ung, ákafinn í að elska
og vera elskuð. Þegar fólk er 16
ára er kvöldið og nóttin hið mikil-
vægasta af öllu. Stúlku, sem ekki á
stefnumót á laugardagskvöldi,
finnst að hún hafi misst af óendan-