Úrval - 01.09.1973, Page 69
FJÖLSKYLDA í FULLUM GANGI
67
sýndi fram á, hve fjárfesting hans
virtist frábær að hagnaði.
Hill prófessor sýnir einnig fram
á það, að allar slíkar sameiginlegar
vangaveltur og ákvarðanir fjöl-
skyldunnar eru geysilega mikils-
verðar fyrir börnin, hugsun þeirra,
skilning og fjármálavit.
Að síðustu segir hann:
Vissulega geta þau orðið óánægð
yfir einhverri ákvörðun sinna
„vitru“ foreldra, en sé þeim sögð
skynsamleg ástæða fyrir vali þeirra,
verður það uppeldislegur ávinning-
ur, sem þau gætu naumast öðlazt
með öðru móti.
TREYSTU
ÆTTINGJUM ÞÍNUM
Þær hamingjusömu fjölskyldur,
sem athugaðar voru áttu það sam-
eiginlegt að þar treystu einstakling-
ar fjölskyldunnar hver öðrum til
hins bezta. Og það traust náði jafnt
til ráðlegginga, hjálpsemi og hand-
leiðslu.
Þetta traust náði bæði til efna-
hagsaðstoðar, búskaparhátta, barn-
gæzlu og hjálpar í sjúkleika og
raunum.
En auðvitað var þessu öllu við-
taka veitt með ýmiss konar tilfinn-
ingum. Einhver af ungu hjónunum
kvörtuðu:
„Þeim hefði nú verið heppilegast
að láta okkur ein um eigin mistök“.
Samband og samstarf þessara
þriggja ættliða í fjölskyldum bygg-
ist að langmestu leyti á miðhlekkn-
um í keðjunni.
„Það er ekki einungis að þessi
„miðhlekkur" gefi miklu meira en
hann þiggur frá hinum kynslóðun-
um báðum“, segir Hill, „heldur hef-
ur hann oft engin efni á þessu hlut-
verki, en tekur það samt að sér af
fúsleika og fórnarlund".
Elzta kynslóðin þarfnast oft að-
stoðar vegna ónógra ellilauna og
samfélagshjálpar. En samt urðu
„miðhlekknum" þyngstar byrðar
að aðstoða yngstu kynslóðina. Flest-
ar fjölskyldur komast að raun um,
að nýgift fólk sést lítt fyrir í fjár-
útlátum og veit naumast hvernig
endar ná saman og hvaðan gott
kemur. Aðeins helmingur unga, ný-
gifta fólksins viðurkenndi efna-
hagslegan stuðning frá eldri kyn-
slóðum, hvort heldur var um að
ræða foreldra eða afa og ömmur.
Hill álítur, að þessar byrðar á mið-
aldra fólkið ættu að vera teknar
með í efnahagsáætlun samfélags-
ins og ríkisstjórnarinnar.
Hann bendir á, að fleiri fjölskyld-
ur yrðu hamingjusamar, ef stjórnin
leyfði skattafrádrátt fyrir uppeldis-
kostnaði í æðri skólum.
Háskólanefndir, sem starfa að
samræmingu í starfsreynslu og upp-
eldi fyrir ungt fólk áður en það
gengur í hjónaband, gætu gjört
miklu meira en nú er gjört til efl-
ingar hamingjusömu hjónabandi.
Á þeim tímum, sem við lifum, eru
margir farnir að örvænta um heim-
ilið og telja það hrörnandi stofnun
og jafnvel ónauðsynlega. En Reu-
ben Hill prófessor er á annarri skoð-
un. Hann er mjög bjartsýnn á fram-
tíð fjölskyldulífs og heimiljshalds.
„Öllu öðru fremur", segir hann,
„stuðlaði athugun þessi á þrem kyn-
slóðum, að virðingu fyrir þoli fjöl-
skyldunnar, stöðugleika hennar og