Úrval - 01.09.1973, Blaðsíða 84
82
URVAL
Rannsóknarskipið.
felast hugsanlega undir úthöfunum
en undir meginlöndunum.
Og margs konar rík jarðlög
fundust í Rauða hafinu — lög af
silfri, gulli, kopar, tini og zinki —-
áætlað verðmæti 2,4 milljarðar doll-
ara. Verkfræðingar Ihafa reiknað
með að þessum auðæfum mætti ná
með því að koma pípum niður í lög-
in og soga síðan málmana upp.
• Eldfjöll voru áður miklu víðar
á jörðinni en nú, og gos úr þeim
margfalt geigvænlegri. Mörg gos
munu hafa staðið mjög lengi. Öll
sú eldfjallaaska sem nær einar 1500
mílur út í Kyrrahafið austur af Jap-
an, safnaðist á þann stað á 5 millj-
ónum ára. Raunar er allur botn
Vestur-Kyrrahafs þakinn hrauni
sem spýtzt hefur út um þúsundir
neðansjávar gígop.
• Regn og vatnsföll breyta og
brjóta niður fjöll hraðar en við
gerðum okkur grein fyrir. Sem
dæmi má nefna, að allt það magn
sem Ganges og Brahmaputra skola
með sér úr Himalaya-fjöllum nær
2000 mílur út í Bengal-flóann. Og
Amason-fljótið hefur skolað jarð-
vegi úr Andes-fjöllum út undir
miðju Atlantshafsins.
• Hawai-eyjarnar og Emperor
Seamonts, sem mynda 3000 mílna
langa keðju þvert á Norður-Kyrra-
hafið mynduðust allar af einum
heitum gíga-bletti, sem nú er undir
þeirri eyju sem nefnd er Hawaii.
Þessar eyjar hafa verið á stöðugri
hreyfingu um Kyrrahafið frá vestri
til austurs, og reiknað er með að
Hawaii-eyjan muni enn eiga eftir
að síga burt af þeim stað sem hún
er nú á, og að ný eyja muni mynd-
ast þar sem hún er nú en að þeim
breytingum loknum muni draga úr
virkni þessa jarðeldasvæðis.
Hvernig komast vísindamenn að
slíkum niðurstöðum um jarðfræði-
lega viðburði fortíðarinnar? Jú, þeir
láta jörðina sjálfa bera vitni. Þeir
lesa niðurstöður sínar úr jarðefnum
sem þeir á Glomar Challenger náðu
úr 370 borholum sínum. Beint und-
ir hinum mikla jarðbor rannsókna-
skipsins er 20 feta vítt gat á botni
skipsins. Gegnum þetta gat rennur