Úrval - 01.09.1973, Qupperneq 87
SKIP UMSKRIFAR SOGU JARÐAR
85
vita, að höf hafa opnazt hvað eftir
annað, lokazt aftur, brotið niður
meginlönd og myndað önnur ný.
Þeir vita hins vegar ekki hve oft
slík stórmerki hafa gerzt, né heldur
geta þeir sagt til um lengd eða
breidd, ef svo má að orði komast,
slíkra meginlanda og úthafa sem
myndazt hafa og kollvarpazt.
Og þeir vita heldur ekki hvers
vegna höfin og landsvæðin hafa
verið og eru enn á hreyfingu. Þeir
vita heldur ekki hvers vegna öll nú-
verandi meginlönd virðast hafa
„tekið á rás“ og stefna norður. Ef
til vill fást svör við þessum spurn-
ingum öllum á næstunni, og ef Glo,-
mar Challenger heldur áfram könn-
unarsiglingu sinni með borinn góða,
er hugsanlegt að ein og ein gáta
leysist.
Vísindamennirnir um borð í Glo-
mar hafa verið af ýmsum þjóðern-
um. Fram til þessa hafa starfað þar
70 vísindamenn úr 20 löndum, bæði
frá Bandaríkjunum og Sovétríkjun-
um, en ákveðið hefur verið að gera
starfslið rannsóknastofa skipsins
enn alþjóðlegra og gefa vísinda-
mönnum af öllum þjóðernum jafna
starfsaðstöðu og jafnan atkvæðis-
rétt um rekstur skipsins.
Nú siglir Glomar um höfin og
reynir að sinna þeim verkefnum
sem falla inn í sérstaka sjö ára á-
ætlun sem vísindamenn um borð í
skipinu hafa sett sér.
Árið 1975 mun skipið hafa lokið
þessari áætlun, og þá verða allar
niðurstöður ferða skipsins, borana
og annars konar athugana, rann-
sakaðar nákvæmlega, en síðan verð-
ur óhætt að reikna með nýrri sjö
ára áætlun ef fjárveiting fæst til
framhaldsins.
Sumir eru farnir að skokka tíu kílómetra um helgar, en samt fara
þeir aldrei nema í lyftunni uppp til skrifstofu sinnar á 3. hæð.
Maður á miðilsfundi segir við miðilinn:
„Gleymdu þeim, sem dánir eru. Geturðu hjálpað mér að ná sam-
bandi við sautján ára son minn?“
Michiganfylki fór í fyrra að leyfa ungu fólki 18—20 ára að kaupa
áfengi. Ökumannafélagið í fylkinu birtir þær niðurstöður, að hlutur
ölvaðra bílstjóra í þessum aldursflokki að umferðarslysum hafi vaxið
óhugnanlega með því.
Árið 1972, sem var fyrsta árið, sem 18—20 ára fólk mátti kaupa
áfengi, jókst hlutur þessa aldursflokks í umferðarslysum um 119
prósent. Ölvaðir ökumenn í þessum aldursflokki orsökuðu 54 pró-
sent aukningu dauðaslysa, 104 prósent aukningu slysa og 135 pró-
sent aukningu skemmda í umferðarslysum.