Úrval - 01.09.1973, Qupperneq 90
88
líkamlegrar þjálfunar segir í ný-
legri skýrslu:
„Röskleg ganga, ekki letilabb er
einfaldasta og um leið bezta form
íþróttar“. Og hjartasérfræðingur-
inn Dr. Paul Dudley White bætir
við:
Það er auðveldasta íþrótt fyrir
flesta einstaklinga og íþrótt sem
unnt er að stunda án nokkurs út-
búnaðar nema þá ef nefna mætti
góða skó. Göngur má stunda í hvaða
veðri sem er, hvaða umhverfi og á
hvaða aldri, sem vera skal..
Slangur, letilabb og búðaráp geta
ekki talizt ganga og er slíkt þó oft
býsna þreytandi, þótt ekki sé af
krafti gert.
Sérhver okkar hefur sínar göngu-
venjur og göngulag, og iðkun göngu
hvort sem um langar eða stuttar
fjarlægðir er að ræða yfir daginn
færir með sér kosti tímasparnaðar,
matstaðar, óþreytandi og ánægju-
legrar hreyfingar, sem hæfir svo
vel mannlegu eðli.
Ekkert dýr stígur hæl svo heilt
til jarðar, teygir sig upp á stóru
tána með fjaðurmagnaðri hreyfingu,
þar sem báðir fætur eru samtímis í
spori aðeins 25 prósent tímans, knén
í sveigju, vöðvarnir spenntir án á-
reynslu, mjaðmagrind í mjúklegu
vélgengi.
Nú á dögum er af góðum og gild-
um ástæðum stundum sagt sem svo
„nú ertu í fullum gangi“, til að lýsa
stundum starfsdags og persónulegra
umsvifa, þegar allt gengur að ósk-
um, fallega og vel í framkvæmd,
meira starf með minni fyrirhöfn og
færri mistökum. „Eg hef tvo lækna“,
ÚRVAL
segir máltækið, „minn hægri og
vinstri fót“.
Dr. White samþykkir þetta, er
hann segir: „Kröftug fimm mílna
ganga gerir döprum en annars
hraustum manni meira gott en öll
lyf og sálfræði í veröldinni gætu
gert“.
Og hvers vegna?
Gangan eflir blóðrásina. Hagnað-
ur og heillir daglegrar göngu liggja
einkum í aukinni súrefnisneyzlu,
öflugri hjartslætti, öruggari blóð-
rás, sem þessi eðlilega íþrótt veitir.
Vöðvakerfi líkamans verkar líkt
og hjálparvél fyrir hjartað og æðar
þess.
En þar eð leggvöðvarnir eru öfl-
ugustu vöðvar líkamans og stærstir,
er starfsemi þeirra ákafxega þýð-
ingarmikil. Séu þeir hins vegar ekki
notaðir af neinum krafti, senda þeir
enga hjálp til hjartans, sem heitið
getur.
Röskleg ganga hefur einnig mik-
il áhrif á háræðanet líkamans.
í venjulegum mannslíkama eru 60
þús. mílur af æðum, mest háræðum.
Þessir örfínu æðaþræðir eru ábyrg-
ir fyrir allri næringu út um vöðva
og bein.
Danskur Nóbelsverðlauna lífeðlis
fræðingur August Kragh sýndi
fyrstur fram á það um 1920 hvern-
ig háræðar opnast og lokast á víxl.
Aðeins örfáar háræðar megna það,
þegar líkaminn er í algjörri kyrr-
stöðu. En þær opnast og lokast
fimmtíu sinnum oftar og meira, ef
líkaminn er á hreyfingu eða vöðv-
arnir í gangi.
Lífeðlisfræðingur í Noregi 1965,