Úrval - 01.09.1973, Page 91

Úrval - 01.09.1973, Page 91
GANGAN — EÐLILEGASTA LÍKAMSÆFINGIN 89 K. Lange Anersen við Háskólann í Bergen, lýsti því yfir að lokinni rannsókn, að daglegt erfiði eins og gönguferðir megnar ekki einungis að vekja sofandi háræðar líkamans, heldur eykur slík áreynsla fjölda þeirra háræða, sem flytja vöðvun- um næringu. . Gangan skýrir hugsun og styrkir skapgerð. Grikkir héldu því fram í fornöld að göngur gerðu þá gáfaða og skýra í hugsun og hjálpuðu við að brjóta til mergjar margs konar vandamál í rökfræði og heimspeki. Fyrrverandi forseti Bandaríkj- anna, Harry Truman hefur alltaf á- litið að dagleg gönguferð hans fyrir morgunverð væri mikil heilsubót. „Þessir menn hafa uppgötvað ó- sjálfrátt", segir Dr. White, að hreyf- ingin á göngu gerir hugsunina skýr- ari, af því að hún eykur blóðsókn til heilans og veitir súrefni inn í blóðið. En það er ekki einungis rökrétt hugsun, sem eflist við heiðríkju hug- ans, heldur virðist einnig hið sama um skáldlegt hugarflug og fagur- fræðilegar hugsjónir. Það kemur fram í ljómandi hugsæi í ljóðum Williams Wordsworth eins og Nar- sissunni, sem er beinlínis ort fyrir áhrif gönguferða skáldsins, sem var einn mesti göngumaður síns tíma. Pennavinur Wordsworths, Thomas De Quinsey sagði gönguferðir hans „hafa veitt honum ómælanlega ham ingju og efni og kraft í það ágæt- asta í skáldskap hans“. Það er þjóðtrú að göngur hjálpi til sjálfsstjórnar og skapstillingar. Á göngunni róast hugurinn og reiði- tilfinningin sefast. En þá verðum við að ganga hratt — æða, en ekki læðast. Einu sinni elti ég vin minn, sem þaut út um nótt eftir deilu, þar sem aðrir stilltu sig, en hann sleppti sér. Eftir 10 mínútna göngu var hann farinn að sefast. Og þegar við komum aftur var deiluefnið rætt með rökum og still- ingu. Seinna sagðist hann alveg undrandi yfir því, hve skap hinna hefði stillzt meðan hann var fjar- verandi! Dr. White leggur sérstaka áherzlu á sefandi. verkanir gönguferða. „Hressileg ganga að kvöldi“, seg- ir hann, „vegur fyllilega upp á móti hressingu lyfja, dansleikja og sjón- varpssýninga. Ganga linar þreytu. Þeir, sem gera göngu að daglegri venju uppskera fallegra vaxtarlag. Fáir fótgangandi þurfa alla jafnan hægðalyf. Bakvöðvar og lendavöðv- ar, sem eru efldir við göngur, verða sjaldan gigtinni að bráð, ekki einu sinni í ellinni, og þeim, sem þannig eflast er auðveldara um allar hreyf- ingar. En umfram allt eru það innviðir líkamans, sem verða þannig varð- veittir gegn þreytu. Jafnvel við mikið erfiði verður auðið að njóta aukabirgða af saman- söfnuðum þrótti, sem kemur í veg fyrir uppgjöf. Hugsið ykkur frumbyggja í auðn- um Ástralíu, sem leggja land undir fót mílu eftir mílu án þess að þreyt- ast í leit að fæðu eða vátni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.