Úrval - 01.09.1973, Qupperneq 95
MARGAR HLIÐAR Á MARK TWAIN
93
amúel Langhorne Clem-
ens, er síðar varð heims-
kunnur undir nafninu
Mark Twain, var í
heiminn borinn 30. nóv-
ember 1835. En í þeim
mánuði sást á næturhimninum hala-
stjarna sú, sem kennd er við Halley.
Eftir útreikningum að dæma átti
stjarna þessi að birtast aftur 74 ár-
um síðar, eða seint í apríl 1910, —
en Clemens spáði, að sá dagur yrði
einnig dánardægur sitt. Hann tjáði
vinum sínum einum, að hann væri
þess fullviss, að guð almáttugur
hefði ráðstafað hlutunum þannig.
Samúel sá dagsins ljós á stað, sem
hann lýsti sjálfur sem „hinu næst-
um ósýnilega þorpi í Florída, Mon-
roe County, Missouri. í þorpinu
bjuggu eitt hundrað hræður, og ég
jók íbúatöluna um eitt prósent. Það
er meira en margir mestu menn
sögunnar hefðu getað gert fyrir bæ-
inn sinn. Það er kannski engin hæ-
verska af mér að benda á þetta, en
satt er það engu að síður.“
Sam litli fæddist fyrir tímann og
var veiklulegt barn, og öllum þótti
ganga kraftaverki næst, að hann
skyldi lifa af sinn fyrsta vetur í
Missouri. „Ég taldi skyldu mína að
annast hann af fremsta megni,“
voru orð móður hans. „En eftir út-
liti hans að dæma gat maður naum-
ast haldið, að han ætti mikið er-
indi út í lífsbaráttuna."
Sem fullþroska maður spurði
hann móður sína eitt sinn, hvort
hún hefði ekki haft af sér áhyggjur,
þegar hann var lítill. í hjartans ein-
lægni svaraði hún: „Fyrst var ég
smeyk um, að þú myndir deyja. En
ég varð reyndar stundum hrædd
um, að þú myndir hjara!!“
Næstum frá því Sam litli fór að
tala var hann snillingur í að segja
sögur. Einu sinni, þegar einn ná-
granninn hafði hlustað á sögu hjá
honum, sagði hann efablandinn við
frú Clemens. „Ég vona, að þú trúir
ekki orði af því, sem strákurinn
segir!“
„Ég veit alveg, hvar ég á að setja
takmörkin", svaraði mamman. „Ég
dreg níutíu prósent frá. Afgangur-
inn er hreinasta gull.“
Haustið 1839 flutti faðir Sams
litla, John Clemens, með fjölskyldu
sína til Hannibal, sem er bær í 30
mílna fjarlægð frá Mississippi-
fljótinu. Þarna opnaði hann verzlun,
en vörubirgðirnar voru að mestu
teknar að láni.
Elzta barnið, hinn fjórtán ára Or-
ion, var settur til afgreiðslu í búð-
inni, en Pamela, á þrettánda ári,
var send í skóla. Þessi tvö ásamt
Benjamín, sjö ára gömlum, voru
hlýðin börn, og Henry, fæddur í
Florída, var kartinn snáði og stolt
fjölskyldunnar. Sam var vandræða-
barnið. Móðirin lýsti yfir, að hann
ylli meiri vandræðum en öll hin
börnin til samans.
„Hann er að gera mig sturlaða
með uppátækjum sínum, þegar
hann er innandyra," sagði hún. „Og
þegar hann er úti, get ég hvenær