Úrval - 01.09.1973, Page 96
94
ÚRVAL
sem er búist við, að hann verði
fluttur heim hálfdauður.“
Staðreyndin var líka sú, að
skömmu eftir að fjölskyldan flutti
til Hannibal, bjargaðist Sam naum-
lega frá drukknun í fyrsta sinn af
níu slíkum tilvikum áður en hann
lærði að synda. Eftir að stumrað
hafði verið yfir honum og hann
hresstur á tei varð mömmu hans að
orði:
„Ég held hann hafi ekki verið í
miklum lífsháska. Fólk, sem er fætt
til að hengjast, er ekki í neinni
hættu í vatni.“
Þegar hann var fimm ára gamall,
þótti móðurinni vel þess virði að
eyða 25 sentum á viku í að senda
hann í skóla nokkrar stundir á dag.
Hann væri þá ekki til trafala ann-
ars staðar á meðan.
„É’g man mjög skýrt eftir fyrsta
skóladeginum í litla bjálkakofan-
um“, skrifaði Mark Twain rúmum
60 árum seinna. „Ég braut eina af
skólareglunum og var varaður við
að endurtaka það; sagt að næsta
brot kostaði mig hýðingu. Fljótlega
gerðist ég brotlegur á ný, og
kennslukonan, frú Horr, skipaði
mér þá að fara út og finna viðartág.
Ég var feginn, að hún skyldi velja
mig til þess ama.“
Þegar hann kom heim um hádeg-
ið, sagði hann mömmu sinni, að
hann kærði sig ekki meira um skól-
ann. En hann fór samt aftur, en
aldrei gat hann fellt sig við skólann,
hvorki þennan né hina, sem við
tóku.
Þegar voraði og hann sá úr skóla-
sæti sínu sólargeislana leika í grasi
Holliday-hæðarinnar og í fjarlægð
glitta á fljótið, þótti honum það ó-
bærilegt ófrjálsræði að vera bund-
inn yfir leiðinlegum kennslubókum
og skapillri kennslukonu.
Bærinn Hannibal hefur upp á
margt að bjóða athafnasömum
strákling, og rithöfundurinn Mark
Twain hefur lýst því rækilega.
Mesta svip á umhverfið setur hið
mikla Mississippi-fljót með sínum
hólmum, trjábolum, sem reka hægt
undan straumnum, og ekki sízt
gufubátunum, sem ýttu undir hug-
myndaflugið. Þarna var ævintýra-
land og hlið út til umheimsins. Sam
litli gat tímunum saman setið við
fljótsbakkann og látið sig dreyma.
Seinna átti hann eftir að hverfa
frá Hannibal og kynnast heiminum
betur sem ferðalangur, prentari,
bátsstjóri á Mississippi, námumað-
ur, fregnritari, fyrirlesari, og loks
frægur rithöfundur. En í raun sagði
hann aldrei skilið við þennan töfra-
bæ bernsku sinnar. Æskuminning-
arnar fylgdu honum alla tíð, og með
tilstyrk þeirra gerði hann bæinn
Hannibal að heimabæ fjölmargra
drengja um víða veröld.
HINN UNGI SAM
Þegar Sam var átta eða níu ára
gamall, hófust þeir dagar í lífi hans,
sem hann átti eftir að rita um af
mikilli innlifun.
Nú var heilsa hans komin í gott
lag og hann fær um að bjarga sér
sjálfur á ýmsan hátt. Ekki var hann
hár í loftinu eftir aldri, en seigur
og sterkur. Hann hafði þykkan,
rauðan hárlubba, sem hann klessti
niður svo það færi ekki allt í lokka.