Úrval - 01.09.1973, Síða 96

Úrval - 01.09.1973, Síða 96
94 ÚRVAL sem er búist við, að hann verði fluttur heim hálfdauður.“ Staðreyndin var líka sú, að skömmu eftir að fjölskyldan flutti til Hannibal, bjargaðist Sam naum- lega frá drukknun í fyrsta sinn af níu slíkum tilvikum áður en hann lærði að synda. Eftir að stumrað hafði verið yfir honum og hann hresstur á tei varð mömmu hans að orði: „Ég held hann hafi ekki verið í miklum lífsháska. Fólk, sem er fætt til að hengjast, er ekki í neinni hættu í vatni.“ Þegar hann var fimm ára gamall, þótti móðurinni vel þess virði að eyða 25 sentum á viku í að senda hann í skóla nokkrar stundir á dag. Hann væri þá ekki til trafala ann- ars staðar á meðan. „É’g man mjög skýrt eftir fyrsta skóladeginum í litla bjálkakofan- um“, skrifaði Mark Twain rúmum 60 árum seinna. „Ég braut eina af skólareglunum og var varaður við að endurtaka það; sagt að næsta brot kostaði mig hýðingu. Fljótlega gerðist ég brotlegur á ný, og kennslukonan, frú Horr, skipaði mér þá að fara út og finna viðartág. Ég var feginn, að hún skyldi velja mig til þess ama.“ Þegar hann kom heim um hádeg- ið, sagði hann mömmu sinni, að hann kærði sig ekki meira um skól- ann. En hann fór samt aftur, en aldrei gat hann fellt sig við skólann, hvorki þennan né hina, sem við tóku. Þegar voraði og hann sá úr skóla- sæti sínu sólargeislana leika í grasi Holliday-hæðarinnar og í fjarlægð glitta á fljótið, þótti honum það ó- bærilegt ófrjálsræði að vera bund- inn yfir leiðinlegum kennslubókum og skapillri kennslukonu. Bærinn Hannibal hefur upp á margt að bjóða athafnasömum strákling, og rithöfundurinn Mark Twain hefur lýst því rækilega. Mesta svip á umhverfið setur hið mikla Mississippi-fljót með sínum hólmum, trjábolum, sem reka hægt undan straumnum, og ekki sízt gufubátunum, sem ýttu undir hug- myndaflugið. Þarna var ævintýra- land og hlið út til umheimsins. Sam litli gat tímunum saman setið við fljótsbakkann og látið sig dreyma. Seinna átti hann eftir að hverfa frá Hannibal og kynnast heiminum betur sem ferðalangur, prentari, bátsstjóri á Mississippi, námumað- ur, fregnritari, fyrirlesari, og loks frægur rithöfundur. En í raun sagði hann aldrei skilið við þennan töfra- bæ bernsku sinnar. Æskuminning- arnar fylgdu honum alla tíð, og með tilstyrk þeirra gerði hann bæinn Hannibal að heimabæ fjölmargra drengja um víða veröld. HINN UNGI SAM Þegar Sam var átta eða níu ára gamall, hófust þeir dagar í lífi hans, sem hann átti eftir að rita um af mikilli innlifun. Nú var heilsa hans komin í gott lag og hann fær um að bjarga sér sjálfur á ýmsan hátt. Ekki var hann hár í loftinu eftir aldri, en seigur og sterkur. Hann hafði þykkan, rauðan hárlubba, sem hann klessti niður svo það færi ekki allt í lokka.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.