Úrval - 01.09.1973, Side 97

Úrval - 01.09.1973, Side 97
MARGAR HLIÐAR Á MARK TWAIN 95 Augun voru blágrá og hörundslit- urinn ljós, nema þegar útiveran gerði hann brúnan. Framkoman og brosið var aðlaðandi og talsmátinn ekki laus við skringilegheit, og gerði þetta hann vinsælan meðal félaganna. Mark Twain segir, að persónurnar í bókinni „Ævintýri Tom Sawyer“ séu allar sannsögulegar, en atburð- irnir færðir í stílinn. Unnusta Toms í bókinni, Beeky Thatcher, var í raunveruleikanum Laura Hawkins. En hún lýsir svo því atviki, þegar hún hitti Sam í fyrsta sinn: „Ég stóð í garðinum mínum einn daginn, þegar Sam gekk í áttina til mín og sá mig. Hann hélt á rós í hendi sér, en stakk henni svo milli tánna á sér og kastaði henni ein- hvern veginn yfir girðinguna til mín. Eftir það urðum við tryggir vinir.“ Sam var ókrýndur forsprakki hinna óstýrilátu ungmenna í bæn- um, og oft var reikað um árbakk- ana og skógana umhverfis, stundum farið alla leið til Skjaldbökuhólma, sem er tvær mílur fyrir ofan Hanni- bal, og haldin þar veisla. En mat- fanga var þar auðvelt að afla: skjaldbökuegg, kræklingur og hvers konar fiskur. Fiskveiðar og sund var drjúgt tómstundagaman hjá unglingunum og hvarvetna efni í ævintýri. „John A. Quarles, frændi minn, var bóndi í fjögurra mílna fjarlægð frá Florida", skrifar Sam. „Ég var gestur hans í tvo til þrjá mánuði árlega eftir að ég varð fjögurra ára, að við fluttum til Hannibal og þar Smámynd af Livy. „Þar sem hún var, þar var Paradís.“ til ég var ellefu eða tólf ára. Þarna var himneskt að vera fyrir athafna- saman strákling. Sveitabýlið var umlukt stórum garði, sem girtur var með grindum á þrjá vegu en bakatil með háum staurum. Fast við þessa staura var reykhúsið, en lengra burt aldin- garður og þar að baki Negrahverfið og tóbaksakrarnir. Dálítið afsíðis var lítið bátaskýli, og þar bjó rúmliggjandi kona, sem var þræll. Við heimsóttum hana dag lega og litum upp til hennar, því við héldum að hún hefði lifað um þúsundir ára og talað við Móses. Hinir yngri af negrunum voru einn- ig sama sinnis og fóru ekkert dult með. Við stóðum í þeirri meiningu, að kona þessi hefði misst heilsuna á hinni löngu eyðimerkurferð frá
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.